Afhjúpun í aðalskipulagi Árborgar Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 9. maí 2022 13:45 Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun