Svíar syrgja Bengt Johansson Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 09:16 Bengt Johansson náði stórkostlegum árangri sem landsliðsþjálfari Svía. EPA/JONAS EKSTROMER Sænski handknattleiksþjálfarinn Bengt Johansson, sem stýrði sænska karlalandsliðinu á sannkölluðu gullaldarskeiði þess í lok síðustu aldar, er látinn. Johansson, eða „Bengan“ eins og hann var kallaður, varð 79 ára gamall en hann lést eftir að hafa glímt við sjúkdóm. Hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 1988-2004 og hlaut liðið viðurnefnið Bengan-strákarnir. Johansson gjörbylti landsliðinu og stýrði því til tveggja heimsmeistaratitla og fjögurra Evrópumeistaratitla auk þess sem liðið vann til silfurverðlauna á þrennum Ólympíuleikum í röð á árunum 1992-2000. „Þetta er áfall, jafnvel þó að við vitum að hann hefur verið veikur um hríð. Þetta er erfitt þó að við höfum reiknað með að svona færi. Við unnum náið saman í 15 ár og vorum nánir vinir. Hann hafði persónuleika sem verður sárt saknað,“ sagði Magnus Wislander, ein af hetjunum úr sænska landsliðinu. Svensk handboll är i sorg efter beskedet att Bengt Bengan Johansson har somnat in efter en tids sjukdom. Våra tankar går till Bengts familj och nära vänner.https://t.co/mJmhhwp7k1 pic.twitter.com/DuCbSdnCpj— Handbollslandslaget (@hlandslaget) May 9, 2022 „Skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina“ „Bengt Johansson mun ætíð skipa stóran sess í sænskri handboltasögu og á stað í hjarta sænska handboltans,“ skrifar sænska handknattleikssambandið. „Liðið undir stjórn Bengts, „Bengan-strákarnir“, var um árabil eitt fremsta íþróttalið Svíþjóðar og skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina. Það er of erfitt að reikna út hve margir byrjuðu að spila, og eru enn að spila eða þjálfa, innblásnir af leiðtogahæfileikum Bengts sem fólu í sér samvinnu. Margir þeirra sem spiluðu fyrir Bengan í landsliðinu hafa náð árangri sjálfir sem þjálfarar og eru góðir fulltrúar sænsks handbolta,“ skrifar sambandið. Handbolti Andlát Svíþjóð Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Johansson, eða „Bengan“ eins og hann var kallaður, varð 79 ára gamall en hann lést eftir að hafa glímt við sjúkdóm. Hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 1988-2004 og hlaut liðið viðurnefnið Bengan-strákarnir. Johansson gjörbylti landsliðinu og stýrði því til tveggja heimsmeistaratitla og fjögurra Evrópumeistaratitla auk þess sem liðið vann til silfurverðlauna á þrennum Ólympíuleikum í röð á árunum 1992-2000. „Þetta er áfall, jafnvel þó að við vitum að hann hefur verið veikur um hríð. Þetta er erfitt þó að við höfum reiknað með að svona færi. Við unnum náið saman í 15 ár og vorum nánir vinir. Hann hafði persónuleika sem verður sárt saknað,“ sagði Magnus Wislander, ein af hetjunum úr sænska landsliðinu. Svensk handboll är i sorg efter beskedet att Bengt Bengan Johansson har somnat in efter en tids sjukdom. Våra tankar går till Bengts familj och nära vänner.https://t.co/mJmhhwp7k1 pic.twitter.com/DuCbSdnCpj— Handbollslandslaget (@hlandslaget) May 9, 2022 „Skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina“ „Bengt Johansson mun ætíð skipa stóran sess í sænskri handboltasögu og á stað í hjarta sænska handboltans,“ skrifar sænska handknattleikssambandið. „Liðið undir stjórn Bengts, „Bengan-strákarnir“, var um árabil eitt fremsta íþróttalið Svíþjóðar og skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina. Það er of erfitt að reikna út hve margir byrjuðu að spila, og eru enn að spila eða þjálfa, innblásnir af leiðtogahæfileikum Bengts sem fólu í sér samvinnu. Margir þeirra sem spiluðu fyrir Bengan í landsliðinu hafa náð árangri sjálfir sem þjálfarar og eru góðir fulltrúar sænsks handbolta,“ skrifar sambandið.
Handbolti Andlát Svíþjóð Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira