Okkar samfélag – Uppbygging í Garðabæ sem allir njóta Guðjón Pétur Lýðsson skrifar 8. maí 2022 19:30 Ég vil byrja á að óska Garðabæ til hamingju með glænýtt fjölnota íþróttahús, Miðgarð. Þetta flotta hús mun auka til muna þau gæði sem hægt er að bjóða bæjarbúum og íþróttafélögum bæjarins. Hús sem allir eiga að nýta og er upphafið að framtíðarsvæði Stjörnunnar. Nú er vonandi hægt að einblína á aðra innviði í sveitarfélaginu og klára framkvæmdir við það sem hefur svo sannarlega setið á hakanum, samanber Urriðaholtsskóla. Við hjá Garðabæjarlistanum höfum ítrekað hvatt meirihlutann til að flýta framkvæmdum í Urriðaholti en það hefur engan veginn verið í forgangi líkt og dæmin sanna, engu líkara en að það sé viljandi gert að láta hverfið byggjast þannig upp að allt verði klárað fyrir utan grunnþjónustuna t.d. göngustígar, leiksvæði, skólar og leikskólar, aðgengi að íþróttasvæði Stjörnunnar svo eitthvað sé nefnt. Bærinn hefur tekið þá stefnu að byggja bráðabirgðarhúsnæði í kringum grunn- og leikskólana okkar, sem skilur eftir lítið framtíðarverðmæti eftir fyrir sveitarfélagið. Þess í stað fara allir þeir fjármunir til þess aðila sem leigir sveitarfélaginu þær byggingar. Eftir standa gáma- og kofabyggðir. Þannig hefur skólinn í Urriðaholti, sem var forhannaður og búið var að skipuleggja, aðeins verið byggður upp að litlu leyti. Ef meirihlutinn vill koma með það mótsvar, sem ég hef reyndar heyrt og bæjarstjóri nefndi á íbúafundi bæði hér í okkar hverfi og á fundi á Álftanesi, að þegar hverfi eldast verði allt í einu mun minna af börnum þar: Halda þessi rök vatni? Hver er staðan í þeim skólum sem voru eru byggðir upp í eldri hverfum í sveitarfélaginu? Þeir skólar standa ekki tómir í dag og að auki hafa bráðabirgðakofar staðið við þá nánast alla tíð. Ég verð þakklátur fyrir það ef yngsta barnið mitt nær að upplifa að skólinn, íþróttahúsið og sundlaugin verði fullbyggð í Urriðaholti. Hnoðraholtið mun fara í mikla uppbyggingu á næstu árum. Það mun laða að sér svipaða íbúasamsetningu og er í Urriðaholti. Mikið af ungu fjölskyldufólki mun kappkosta við að byggja sér framtíðarheimili í vel staðsettu hverfi þar sem stutt er í stofnbrautir, náttúruna og íþróttaaðstöðu. Við þurfum að læra af reynslunni og klára innviðina tímanlega. Að lokum langar mig að fjalla aðeins um Álftanesið mitt. Þar er búið að skipuleggja mikla þéttingu byggðar og þar er nauðsynlegt að tryggja uppbyggingu á grunn- og leikskólum til að mæta aukningu íbúafjölda. Einnig þarf að tryggja að aðstaða fyrir íþróttir og aðra félagsstarfsemi verði til fyrirmyndar. Íþróttahúsið er komið í ágætis ástand og með uppsetning flóðljósa á aðalvöll hefur aðstaðan tekið stakkaskiptum. Aftur á móti þarf að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og væri stórkostlegt ef útbúinn yrði annar völlur við hlið íþróttahússins. Ég óttast það að ef ekki verður farið í uppbyggingu þessara innviða strax muni sagan úr Urriðaholti endurtaka sig. Staðan í dag er sú að í skólanum er lítið rými fyrir fjölgun nemenda, aðstaða fyrir utan skólann fyrir útiveru er langt frá þeim kröfum sem íbúar gera. Það væri óskandi að farið væri sem allra fyrst í framkvæmdir við körfuboltavöll og battavöll í nálægð við skólann og að byggt væri upp sambærilegt leiksvæði og er við Flataskóla og Sjálandsskóla. Höfundur er í 4. sæti á Garðabæjarlistanum, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að óska Garðabæ til hamingju með glænýtt fjölnota íþróttahús, Miðgarð. Þetta flotta hús mun auka til muna þau gæði sem hægt er að bjóða bæjarbúum og íþróttafélögum bæjarins. Hús sem allir eiga að nýta og er upphafið að framtíðarsvæði Stjörnunnar. Nú er vonandi hægt að einblína á aðra innviði í sveitarfélaginu og klára framkvæmdir við það sem hefur svo sannarlega setið á hakanum, samanber Urriðaholtsskóla. Við hjá Garðabæjarlistanum höfum ítrekað hvatt meirihlutann til að flýta framkvæmdum í Urriðaholti en það hefur engan veginn verið í forgangi líkt og dæmin sanna, engu líkara en að það sé viljandi gert að láta hverfið byggjast þannig upp að allt verði klárað fyrir utan grunnþjónustuna t.d. göngustígar, leiksvæði, skólar og leikskólar, aðgengi að íþróttasvæði Stjörnunnar svo eitthvað sé nefnt. Bærinn hefur tekið þá stefnu að byggja bráðabirgðarhúsnæði í kringum grunn- og leikskólana okkar, sem skilur eftir lítið framtíðarverðmæti eftir fyrir sveitarfélagið. Þess í stað fara allir þeir fjármunir til þess aðila sem leigir sveitarfélaginu þær byggingar. Eftir standa gáma- og kofabyggðir. Þannig hefur skólinn í Urriðaholti, sem var forhannaður og búið var að skipuleggja, aðeins verið byggður upp að litlu leyti. Ef meirihlutinn vill koma með það mótsvar, sem ég hef reyndar heyrt og bæjarstjóri nefndi á íbúafundi bæði hér í okkar hverfi og á fundi á Álftanesi, að þegar hverfi eldast verði allt í einu mun minna af börnum þar: Halda þessi rök vatni? Hver er staðan í þeim skólum sem voru eru byggðir upp í eldri hverfum í sveitarfélaginu? Þeir skólar standa ekki tómir í dag og að auki hafa bráðabirgðakofar staðið við þá nánast alla tíð. Ég verð þakklátur fyrir það ef yngsta barnið mitt nær að upplifa að skólinn, íþróttahúsið og sundlaugin verði fullbyggð í Urriðaholti. Hnoðraholtið mun fara í mikla uppbyggingu á næstu árum. Það mun laða að sér svipaða íbúasamsetningu og er í Urriðaholti. Mikið af ungu fjölskyldufólki mun kappkosta við að byggja sér framtíðarheimili í vel staðsettu hverfi þar sem stutt er í stofnbrautir, náttúruna og íþróttaaðstöðu. Við þurfum að læra af reynslunni og klára innviðina tímanlega. Að lokum langar mig að fjalla aðeins um Álftanesið mitt. Þar er búið að skipuleggja mikla þéttingu byggðar og þar er nauðsynlegt að tryggja uppbyggingu á grunn- og leikskólum til að mæta aukningu íbúafjölda. Einnig þarf að tryggja að aðstaða fyrir íþróttir og aðra félagsstarfsemi verði til fyrirmyndar. Íþróttahúsið er komið í ágætis ástand og með uppsetning flóðljósa á aðalvöll hefur aðstaðan tekið stakkaskiptum. Aftur á móti þarf að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og væri stórkostlegt ef útbúinn yrði annar völlur við hlið íþróttahússins. Ég óttast það að ef ekki verður farið í uppbyggingu þessara innviða strax muni sagan úr Urriðaholti endurtaka sig. Staðan í dag er sú að í skólanum er lítið rými fyrir fjölgun nemenda, aðstaða fyrir utan skólann fyrir útiveru er langt frá þeim kröfum sem íbúar gera. Það væri óskandi að farið væri sem allra fyrst í framkvæmdir við körfuboltavöll og battavöll í nálægð við skólann og að byggt væri upp sambærilegt leiksvæði og er við Flataskóla og Sjálandsskóla. Höfundur er í 4. sæti á Garðabæjarlistanum, X-G.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun