Hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2022 21:50 Arnór Smárason skoraði annað mark Vals í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason, leikmaður Vals, gerði annað mark Valsmanna og kom þeim yfir 2-1 gegn FH í kvöld en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Arnór segir liðið vera nokkuð sátt með stigið. „Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
„Heilt yfir fannst mér þetta vera fínn leikur en við erum auðvitað svekktir með að vera komnir yfir 2-1 og fá bara eitt stig út úr þessu. Samt sem áður getum við alveg verið nokkuð ánægðir með að hafa komið til baka eftir að hafa lent undir. Jafntefli líklega sanngjörn úrslit,“ sagði Arnór Smárason um leikinn. Markið í kvöld var annað mark Arnórs fyrir Val í Bestu deildinni en hann hefur ekki enn verið í byrjunarliði liðsins. Arnór segist velja það að gefa frekar enn meira af sér. „Maður er auðvitað, fyrir það fyrsta, alltaf svekktur að fá ekki að vera í byrjunarliðinu en það er tvennt í stöðunni. Maður getur annað hvort farið í fýlu og gefið skít í liðið sem er aldrei gott til lengri tíma eða þá að maður getur bara lagt ennþá meira á sig og gefið ennþá meira af sér. Ég hef alltaf tileinkað mér það að leggja bara frekar meira á mig og sýna það inná vellinum að ég eigi að vera í liðinu. Ég er núna búinn að skora tvö mörk sem er bara flott og ég set þá allavega alvöru pressu á þá sem velja liðið,“ sagði Arnór. Arnór kom inná á miðjuna en færðist svo framar þegar leið á hans tíma inni á vellinum. Hann vill meina að það sé þar sem honum líði best. „Ég færði mig aðeins framar þarna undir lokin og það er í raun þar sem ég hef spilað allan minn feril. Þá annað hvort í ‚holunni‘ eða úti á kanti. Mér líður best þar í að búa til svæði, taka hlaup og skapa eitthvað. Ég hef lítið spilað þarna í ‚sexunni‘ á ferlinum. Það er miklu meiri varnarleikur og svona sem ég er ekkert endilega mjög vanur þannig að mér líður best í sókninni og þar hef ég mest verið,“ sagði Arnór Smárason. Að lokum var Arnór svo spurður út í fagnið en hann fagnaði með því að setja bolta undir treyjuna og þumallinn í munninn. „Kærastan mín er ólétt og við erum að fara að eignast okkar annað barn. Ég fagnaði svona eftir mark áður en Saga, dóttir mín, fæddist svo mér fannst tilvalið að henda í þetta aftur,“ sagði Arnór og Vísir óskar þeim til hamingju með það. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira