Væntingar, vextir og vonbrigði 6. maí 2022 14:30 Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun seðlabankans mun koma illa niður á heimilum og atvinnulífinu. Þegar vextir hækka umfram laun þýðir það kjararýrnun. Greiðslubyrði mun hækka á lánum og ráðstöfunartekjur minnka. Hjá mörgum fyrirtækjum hækkar fjármagnskostnaður sem aftur ýtir undir verðbólgu ef framleiðendur vöru og þjónustu ýta kostnaðarauka út í verðlag. Það er ekki sjálfgefið að vaxtahækkun slái á verðbólgu sem í auknum mæli er drifin áfram af hrávöruverði og innfluttu verðlagi. Staðan var rædd á miðstjórnarfundi hjá ASÍ í vikunni þar sem varpað var ljósi á þau hagstjórnarmistök sem leiða nú til vaxtahækkana. Fyrir ári síðan fórum við hjá ASÍ að kalla eftir aðgerðum til að ekki þyrfti að koma til vaxtahækkana. Því miður var öðrum verkfærum í kistu seðlabankans ekki beitt fyrr en komið var í óefni. Nú þarf að fara í markvissar mótvægisaðgerðir til að verr sett heimili hreinlega standi undir nauðsynjum. Það ber að fagna því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir í dag til að létta róðurinn á verst settu heimilunum, hjá barnafjölskyldum, leigjendum, öryrkjum og öldruðum. Það er hins vegar óútfært hvernig á að greiða fyrir þessi auknu útgjöld en við höfum bent á það síðustu árin að tekjuöflun ríkissjóðs er ekki sjálfbær. Þannig verður að huga að tekjuöflun til dæmis með endurskoðun á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum til að ekki komi til þjónustuskerðingar á móti auknum útgjöldum. Ég held ég hafi rætt húsnæðismál í nánast hverjum einasta pistli og ræðu um margra mánaða skeið. Húsnæðishópur stjórnvalda með okkur og fleirum innanborðs átti að skila af sér tillögum um úrlausnir um síðustu mánaðarmót. Því miður virðist vera of djúpt á skilningi á þörfum almennings til að raunverulegar tillögur hafi litið dagsins ljós í tæka tíð. Hópurinn þarf því að kröfu verkalýðshreyfingarinnar að kjarna sig betur og koma með raunverulegar aðgerðir til að taka á húsnæðisvandanum. Þessar aðgerðir verða að vera til skemmri og lengri tíma, með áherslu á fólk en ekki fjármagn. Niðurstöður hópsins munu tala inn í kjaraviðræður haustsins og því skiptir öllu máli að raunhæfar tillögur sem hafa raunveruleg áhrif verði kynntar. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri vinnu frekar en fyrri daginn. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun