Borgarfulltrúi einmanaleikans Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 6. maí 2022 12:16 Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika. Mjög margir foreldrar hafa verið að takast á við aukin kvíða og þunglyndi unglinga sem fóru illa á því tímabili án þess að hafa félagslífið sem mikil þörf er á á þeim mótunar árum. Þeir sem eiga foreldra eða ættingja sem eru á hjúkrunar- eða dvalaheimili og voru þar innilokaðir eða eiga ættingja sem eru eldri og viðkvæmari gátu vart sofið fyrir áhyggjum af þeim. Eftir að hafa verið innilokaðir, vegna heimsfaraldurs ,eru margir sem áður voru félagslega sterkir enn að fóta sig í að byggja upp félagsleg tengsl á ný. Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil. Í gegnum tíðina hafa fræðimenn og aðrir reynt að sýna fram á alvarleika einmanaleika og félagslegrar einangrunar. Við erum hjarðdýr sem þurfum á hvert öðru að halda og andlegir kvillar ná fljótt fótfestu ef við upplifum okkur ein, þá er fokið í flest skjól. Árið 2018 stofnuðu Bretar nýja ráðherrastöðu, ráðherra einmanaleikans og Japanir hafa fylgt í fótspor þeirra. Hlutverk ráðherra á þessu sviði er að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun landsbúa með því að greina áhættuþætti og innleiða úrræði. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir að skipuleggja og stuðla að afþreyingu sem dregur einmanaleika og verndar vina- og fjölskyldusambönd. Framsókn vill greina áhættuþætti einmanaleika í hverfum borgarinnar og allri starfsemi Reykjavíkurborgar. Við þurfum að innleiða úrræði og takast á við þennan heimsfaraldur nútímans saman þannig að þeir hópar sem eru viðkvæmastir fái stuðning og upplifi sig vera hluti af samfélagi borgarinnar. Við reynum saman að draga úr úr kvíða og þunglyndi og bregðast við nú á öld einmanaleika. Geðheilbrigði þarf að fá bæði athygli og stuðning sem sjálfsagður hluti af lýðheilbrigði almennt þess vegna þarf hugsanlega fulltrúa einmanaleikans í Reykjavíkurborg. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árelía Eydís Guðmundsdóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika. Mjög margir foreldrar hafa verið að takast á við aukin kvíða og þunglyndi unglinga sem fóru illa á því tímabili án þess að hafa félagslífið sem mikil þörf er á á þeim mótunar árum. Þeir sem eiga foreldra eða ættingja sem eru á hjúkrunar- eða dvalaheimili og voru þar innilokaðir eða eiga ættingja sem eru eldri og viðkvæmari gátu vart sofið fyrir áhyggjum af þeim. Eftir að hafa verið innilokaðir, vegna heimsfaraldurs ,eru margir sem áður voru félagslega sterkir enn að fóta sig í að byggja upp félagsleg tengsl á ný. Heilsufarsleg áhrif einmanaleika eru mikil. Í gegnum tíðina hafa fræðimenn og aðrir reynt að sýna fram á alvarleika einmanaleika og félagslegrar einangrunar. Við erum hjarðdýr sem þurfum á hvert öðru að halda og andlegir kvillar ná fljótt fótfestu ef við upplifum okkur ein, þá er fokið í flest skjól. Árið 2018 stofnuðu Bretar nýja ráðherrastöðu, ráðherra einmanaleikans og Japanir hafa fylgt í fótspor þeirra. Hlutverk ráðherra á þessu sviði er að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun landsbúa með því að greina áhættuþætti og innleiða úrræði. Þeir eru einnig ábyrgir fyrir að skipuleggja og stuðla að afþreyingu sem dregur einmanaleika og verndar vina- og fjölskyldusambönd. Framsókn vill greina áhættuþætti einmanaleika í hverfum borgarinnar og allri starfsemi Reykjavíkurborgar. Við þurfum að innleiða úrræði og takast á við þennan heimsfaraldur nútímans saman þannig að þeir hópar sem eru viðkvæmastir fái stuðning og upplifi sig vera hluti af samfélagi borgarinnar. Við reynum saman að draga úr úr kvíða og þunglyndi og bregðast við nú á öld einmanaleika. Geðheilbrigði þarf að fá bæði athygli og stuðning sem sjálfsagður hluti af lýðheilbrigði almennt þess vegna þarf hugsanlega fulltrúa einmanaleikans í Reykjavíkurborg. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar