Hveragerði margbreytileikans 6. maí 2022 10:31 Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun