Auðkýfingur ætlar að reisa fimm stjörnu hótel við Skálafell Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2022 08:36 Vincent Tan, stofnandi Berjaya Corporation og eigandi Cardiff City Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur í hyggju að reisa fimm stjörnu hótel í nágrenni skíðasvæðisins í Skálafelli. Borgarstjóri lagði fram viljayfirlýsingu um byggingu hótelsins á fundi borgarráðs í gær og var hún samþykkt. Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að uppbygging á ferðaþjónustu á svæðinu sé í samræmi við aðalskipulag, ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar og áform Reykjavíkurborgar í Græna planinu um styrkingu á svæðum í námunda við græna trefilinn og helstu útivistarsvæði borgarinnar. Berjaya Land Berhad, fyrirtæki í eigu Vincent Tan, á og rekur í gegnum dótturfélög sín fasteignaþróunar- og fasteignafélög, hótel og aðra gistitengdaþjónustu. Berjaya hefur í hyggju að byggja upp fimm stjörnu hótel við Kýrhólaflóa, sem er hluti af eyðibýlinu Stardalur undir merkjum Four Seasons. Gert er ráð fyrir að á hótelinu verði heilsulind, baðlón og öllu því sem tilheyrir fimm stjörnu ferðaþjónustu. Áhersla yrði lögð á kyrrð, heilsu og útivist. Um yrði að ræða mikla fjárfestingu og fjölmennan vinnustað, segir í greinargerð borgarstjóra. Í bréfi frá Berjaya segir að um 250 herbergi verði á hótelinu en einnig lítil hús fyrir einkagesti. Þarna verði einblínt á ferðamennsku að vetri til í samstarfi við skíðasvæðið í Skálafelli. Alex Tan Ghee Keong, fulltrúi Berjaya Land Berhard í verkefninu, skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vincent Tan er eigandi knattspyrnufélagsins Cardiff City sem um tíma spilaði í ensku úrvalsdeildinni þegar Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði lék með liðinu. Berjaya hefur þegar fjárfest töluvert hér á landi en í fyrra gekk fyrirtækið frá kaupum á Icelandair Hotels. Skíðasvæði Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira
Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að uppbygging á ferðaþjónustu á svæðinu sé í samræmi við aðalskipulag, ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar og áform Reykjavíkurborgar í Græna planinu um styrkingu á svæðum í námunda við græna trefilinn og helstu útivistarsvæði borgarinnar. Berjaya Land Berhad, fyrirtæki í eigu Vincent Tan, á og rekur í gegnum dótturfélög sín fasteignaþróunar- og fasteignafélög, hótel og aðra gistitengdaþjónustu. Berjaya hefur í hyggju að byggja upp fimm stjörnu hótel við Kýrhólaflóa, sem er hluti af eyðibýlinu Stardalur undir merkjum Four Seasons. Gert er ráð fyrir að á hótelinu verði heilsulind, baðlón og öllu því sem tilheyrir fimm stjörnu ferðaþjónustu. Áhersla yrði lögð á kyrrð, heilsu og útivist. Um yrði að ræða mikla fjárfestingu og fjölmennan vinnustað, segir í greinargerð borgarstjóra. Í bréfi frá Berjaya segir að um 250 herbergi verði á hótelinu en einnig lítil hús fyrir einkagesti. Þarna verði einblínt á ferðamennsku að vetri til í samstarfi við skíðasvæðið í Skálafelli. Alex Tan Ghee Keong, fulltrúi Berjaya Land Berhard í verkefninu, skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vincent Tan er eigandi knattspyrnufélagsins Cardiff City sem um tíma spilaði í ensku úrvalsdeildinni þegar Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði lék með liðinu. Berjaya hefur þegar fjárfest töluvert hér á landi en í fyrra gekk fyrirtækið frá kaupum á Icelandair Hotels.
Skíðasvæði Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Borgarstjórn Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Sjá meira
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33