Úkraínuforseti segir að Rússum verði refsað fyrir dómstólum og á vígvellinum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2022 20:31 Rússar hafa beint spjótum sínum að Azovstal að undanförnu, síðasta vígi Úkraínumanna í Mariupol. AP Photo/Alexei Alexandrov Rússar hafa haldið uppi sprengjuárásum á Azov stáliðjuverið í þrjá sólarhringa samfleytt og komið í veg fyrir að fleiri óbreyttir borgarar komist þaðan. Úkraínuforseti segir Rússa verða látna svara fyrir glæpi sína fyrir dómstólum og á vígvellinum en hann ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Stríðinu í Úkraínu er langt í frá lokið. Það er barist af mikilli hörku í Donbas héraði sem Rússar vilja kljúfa frá landinu. Herforingi Úkraínumanna í Azov stáliðjuverinu í Mariupol þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefst enn við segir Rússa hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á verið. Sviatoslav Palamar aðstoðar yfirmaður Úkraínuhers í stáliðjuverinu segir aðstæður þar hryllilegar. Myndir af sprengjum sem féllu á Azovstal.AP/Donetsk People's Republic Interior Ministry „Varnarlið borgarinnar hefur nú barist í 71 dag við ofurefli óvinahersins. Liðsmenn sýna slíka þrautseigju og hetjuskap að gervöll Úkraína þarf að vita hvað felst í því að sýna föðurlandinu hollustu,“ sagði Palamar í myndbandsávarpi sem sent var úr verinu. Enn á ný hafi Rússar svikið loforð um hlé á árásum og öruggan brottflutning fólks sem hafist við í kjöllurum og neðanjarðargögnum stáliðjuversins. „Við biðlum til þjóða heims að veita aðstoð við brottflutning borgara og ég bið foringja á vettvangi lengstra orða að annast vel um særða hermenn sem heyja dauðastríð sitt í angist. Nauðsynlegt er að fá tækifæri til að sækja lík hermanna svo Úkraínumenn geti kvatt hetjurnar sínar,“ sagði Palamar. Rússar brjóti allar siðareglur, sáttmála og lög og gangi milli bols og höfuðs á bæði hermönnum og óbreyttum borgurum. Zelenskyy mun ávarpa Alþingi Íslendinga á morgun.AP/Ukrainian Presidential Press Office Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að þótt nokkrar bandalagsþjóðir NATO hafi stutt Úkraínumenn dyggilega hafi bandalagið sjálft ekki þorað að styðja landið af ótta við Rússa. Þeir óttist hins vegar ekki Rússa. Úkraínumenn þurfi meira af vestrænum vopnum, skriðdreka og eldflaugaskotpalla. „Við getum ekki lengur treyst á hergögn frá tímum Sovétríkjanna í Úkraínu. Það er algjörlega útilokað,“ segir utanríkisráðherrann. Volodymyr Zelenskyy forseti ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Hann segir Rússa halda uppi stöðugum árásum á fjölmargar borgir í austur og suðurhluta landsins. „Menn munu svara til saka fyrir alla þessa glæpi, bæði lögformlega og á vígvellinum,“ segir Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Stríðinu í Úkraínu er langt í frá lokið. Það er barist af mikilli hörku í Donbas héraði sem Rússar vilja kljúfa frá landinu. Herforingi Úkraínumanna í Azov stáliðjuverinu í Mariupol þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefst enn við segir Rússa hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á verið. Sviatoslav Palamar aðstoðar yfirmaður Úkraínuhers í stáliðjuverinu segir aðstæður þar hryllilegar. Myndir af sprengjum sem féllu á Azovstal.AP/Donetsk People's Republic Interior Ministry „Varnarlið borgarinnar hefur nú barist í 71 dag við ofurefli óvinahersins. Liðsmenn sýna slíka þrautseigju og hetjuskap að gervöll Úkraína þarf að vita hvað felst í því að sýna föðurlandinu hollustu,“ sagði Palamar í myndbandsávarpi sem sent var úr verinu. Enn á ný hafi Rússar svikið loforð um hlé á árásum og öruggan brottflutning fólks sem hafist við í kjöllurum og neðanjarðargögnum stáliðjuversins. „Við biðlum til þjóða heims að veita aðstoð við brottflutning borgara og ég bið foringja á vettvangi lengstra orða að annast vel um særða hermenn sem heyja dauðastríð sitt í angist. Nauðsynlegt er að fá tækifæri til að sækja lík hermanna svo Úkraínumenn geti kvatt hetjurnar sínar,“ sagði Palamar. Rússar brjóti allar siðareglur, sáttmála og lög og gangi milli bols og höfuðs á bæði hermönnum og óbreyttum borgurum. Zelenskyy mun ávarpa Alþingi Íslendinga á morgun.AP/Ukrainian Presidential Press Office Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að þótt nokkrar bandalagsþjóðir NATO hafi stutt Úkraínumenn dyggilega hafi bandalagið sjálft ekki þorað að styðja landið af ótta við Rússa. Þeir óttist hins vegar ekki Rússa. Úkraínumenn þurfi meira af vestrænum vopnum, skriðdreka og eldflaugaskotpalla. „Við getum ekki lengur treyst á hergögn frá tímum Sovétríkjanna í Úkraínu. Það er algjörlega útilokað,“ segir utanríkisráðherrann. Volodymyr Zelenskyy forseti ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Hann segir Rússa halda uppi stöðugum árásum á fjölmargar borgir í austur og suðurhluta landsins. „Menn munu svara til saka fyrir alla þessa glæpi, bæði lögformlega og á vígvellinum,“ segir Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira