Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 5. maí 2022 16:26 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Egill Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið um 3,6 milljarða króna á sama tíma árið 2021. Arðsemi eigin fjár var 10,2% á ársgrundvelli en var 7,7% í fyrra. Arðsemin er yfir markmiðum bankans og spám greiningaraðila en að sögn stjórnenda eru helstu ástæður góðrar afkomu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Íslandsbanka en hreinar vaxtatekjur jukust um 2,4% á milli ára og námu 9,2 milljörðum króna. Vaxtamunur nam 2,6% á tímabilinu samanborið við 2,4% á sama tíma í fyrra. Virðisrýrnun var jákvæð á fyrsta ársfjórðungi um 483 milljónir króna og er sögð skýrast helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu. Á fyrstu þremur mánuðum 2021 var virðisrýrnun neikvæð um 518 milljónir króna. Fram kemur í uppgjörinu að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 21,6 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 2,0% og verið 1.108 milljarðar króna í lok mars 2022. Aukninguna megi að mestu rekja til húsnæðislána. Styr hefur staðið um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Innlán jukust en stjórnunarkostnaður dróst saman Innlán frá viðskiptavinum jukust um 17,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2022 eða um 2,3% og voru 761 milljarður króna í lok mars. Að sögn Íslandsbanka má aukninguna að mestu rekja til sölu ríkisins á bankanum. Eigið fé bankans nam 197,2 milljörðum króna í lok mars síðastliðnum. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,5% samanborið við 25,3% í árslok 2021. Hreinar þóknanatekjur jukust um 7,1% á milli ára og námu samtals 3,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 2,9 milljarða króna í fyrra. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun eru sagðar leiða hækkunina. Stjórnunarkostnaður nam 5,8 milljörðum króna sem er lækkun um 0,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2021. Ætla að breyta reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna „Við erum ánægð með afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem nam 5,2 ma. kr. Arðsemi eigin fjár var 10,2% sem er í takti við arðsemismarkmið bankans. Hreinar vaxtatekjur uxu um 12,4% miðað við sama fjórðung í fyrra og vaxtamunur tímabilsins hækkaði í 2,6%,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Á fjórðungnum hélt ríkið áfram sölu á hlut sínum í bankanum í kjölfarið af vel heppnuðu frumútboði í fyrra og fer ríkið nú með 42,5% eignarhlut. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna.“ Birna bætir við að rafræn sala bankans á einstaklingsmarkaði sé nú um 75% af allri sölu og á hún von á því að sú tala hækki með tilkomu nýs söluvefs. „Útlitið fyrir árið 2022 er bjart þar sem horfur í efnahagslífinu eru góðar og benda fyrstu merki til þess að ferðaþjónustan nái aftur fyrri hæðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 5. maí 2022 14:57 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Arðsemin er yfir markmiðum bankans og spám greiningaraðila en að sögn stjórnenda eru helstu ástæður góðrar afkomu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Íslandsbanka en hreinar vaxtatekjur jukust um 2,4% á milli ára og námu 9,2 milljörðum króna. Vaxtamunur nam 2,6% á tímabilinu samanborið við 2,4% á sama tíma í fyrra. Virðisrýrnun var jákvæð á fyrsta ársfjórðungi um 483 milljónir króna og er sögð skýrast helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu. Á fyrstu þremur mánuðum 2021 var virðisrýrnun neikvæð um 518 milljónir króna. Fram kemur í uppgjörinu að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 21,6 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 2,0% og verið 1.108 milljarðar króna í lok mars 2022. Aukninguna megi að mestu rekja til húsnæðislána. Styr hefur staðið um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Innlán jukust en stjórnunarkostnaður dróst saman Innlán frá viðskiptavinum jukust um 17,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2022 eða um 2,3% og voru 761 milljarður króna í lok mars. Að sögn Íslandsbanka má aukninguna að mestu rekja til sölu ríkisins á bankanum. Eigið fé bankans nam 197,2 milljörðum króna í lok mars síðastliðnum. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,5% samanborið við 25,3% í árslok 2021. Hreinar þóknanatekjur jukust um 7,1% á milli ára og námu samtals 3,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 2,9 milljarða króna í fyrra. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun eru sagðar leiða hækkunina. Stjórnunarkostnaður nam 5,8 milljörðum króna sem er lækkun um 0,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2021. Ætla að breyta reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna „Við erum ánægð með afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem nam 5,2 ma. kr. Arðsemi eigin fjár var 10,2% sem er í takti við arðsemismarkmið bankans. Hreinar vaxtatekjur uxu um 12,4% miðað við sama fjórðung í fyrra og vaxtamunur tímabilsins hækkaði í 2,6%,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Á fjórðungnum hélt ríkið áfram sölu á hlut sínum í bankanum í kjölfarið af vel heppnuðu frumútboði í fyrra og fer ríkið nú með 42,5% eignarhlut. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna.“ Birna bætir við að rafræn sala bankans á einstaklingsmarkaði sé nú um 75% af allri sölu og á hún von á því að sú tala hækki með tilkomu nýs söluvefs. „Útlitið fyrir árið 2022 er bjart þar sem horfur í efnahagslífinu eru góðar og benda fyrstu merki til þess að ferðaþjónustan nái aftur fyrri hæðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 5. maí 2022 14:57 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 5. maí 2022 14:57
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57