Svona á nýja selalaugin í Laugardalnum að líta út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2022 14:22 Þrívíddarmynd af selalauginni eins og hún mun koma til með að líta út. Ný selalaug mun margfalda það rúmmál sem selirnir hafa til sunds auk þess að gefa þeim möguleika á að kafa á meira dýpi. Borgarráð samþykkti í dag að fara í framkvæmdir við nýja selalaug og nýtt þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar þar sem segir að aukin velferð dýra sé höfð að leiðarljósi auk þess sem aðstaða fyrir fræðslustarf verður bætt. Gagnrýnt hefur verið hve mikið pláss selirnir í skemmtigarðinum hafa. Þá hafa sumir gagnrýnt að selir séu yfir höfuð í húsdýragarði. Þjónustuhúsið verður með nauðsynlegri inniaðstöðu til almennrar umhirðu og aðhlynningar dýra. Stórir gluggar neðan vatnsborðs á nýrri selalaug gefa gestum garðsins tækifæri til að sjá selina með nýjum hætti. Nýja selalaugin mun tengjast eldri laug. Setbekkir verða fyrir framan nýja laug og aðgengi fyrir alla verður tryggt. Svona mun ný selalaug og þjónustuhús við dýrin líta út. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt á framkvæmdalok í nóvember 2022. „Þessi viðbót mun stórauka getu garðsins til að sinna fræðslustarfi sínu auk þess að sinna betur dýrunum, þar á meðal móttöku villtra dýra í hremmingum í tengslum við Dýraþjónustu Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. „Til grundvallar nýrrar aðstöðu eru staðlar frá samtökum dýragarða í Evrópu (EAZE) um landseli (Phoca vitulina). Gert er ráð fyrir að eldri bygging (selabyrgi) verði nýtt fyrir lagnir, mælagrind og hreinsibúnað.“ Enn eitt sjónarhornið. Áætlað er að framkvæmdirnar kosti 125 milljónir króna á verðlagi í apríl 2022. Samkvæmt frumáætlun um framkvæmdatíma má gera ráð fyrir að framkvæmdum við nýja selalaug, þjónustuhúsnæði og lóðarfrágang geti verið lokið í nóvember 2022. Helstu stærðir Ný selalaug verður um 100 m2 og 300 m3 að stærð. Mesta dýpt laugar verður um fjórir metrar. Stærð þjónustuhúss verður um 37,6 m2 (birt flatarmál) með tæplega 11 m2 innilaug. Þrívíddarmynd af selalauginni eins og hún mun koma til með að líta út. Annað sjónarhorn. Göngustígurinn að selalauginni. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýr Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. 2. desember 2020 07:49 Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Búið að sleppa hringanóranum sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk í fangið. 5. maí 2020 15:25 Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar þar sem segir að aukin velferð dýra sé höfð að leiðarljósi auk þess sem aðstaða fyrir fræðslustarf verður bætt. Gagnrýnt hefur verið hve mikið pláss selirnir í skemmtigarðinum hafa. Þá hafa sumir gagnrýnt að selir séu yfir höfuð í húsdýragarði. Þjónustuhúsið verður með nauðsynlegri inniaðstöðu til almennrar umhirðu og aðhlynningar dýra. Stórir gluggar neðan vatnsborðs á nýrri selalaug gefa gestum garðsins tækifæri til að sjá selina með nýjum hætti. Nýja selalaugin mun tengjast eldri laug. Setbekkir verða fyrir framan nýja laug og aðgengi fyrir alla verður tryggt. Svona mun ný selalaug og þjónustuhús við dýrin líta út. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt á framkvæmdalok í nóvember 2022. „Þessi viðbót mun stórauka getu garðsins til að sinna fræðslustarfi sínu auk þess að sinna betur dýrunum, þar á meðal móttöku villtra dýra í hremmingum í tengslum við Dýraþjónustu Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. „Til grundvallar nýrrar aðstöðu eru staðlar frá samtökum dýragarða í Evrópu (EAZE) um landseli (Phoca vitulina). Gert er ráð fyrir að eldri bygging (selabyrgi) verði nýtt fyrir lagnir, mælagrind og hreinsibúnað.“ Enn eitt sjónarhornið. Áætlað er að framkvæmdirnar kosti 125 milljónir króna á verðlagi í apríl 2022. Samkvæmt frumáætlun um framkvæmdatíma má gera ráð fyrir að framkvæmdum við nýja selalaug, þjónustuhúsnæði og lóðarfrágang geti verið lokið í nóvember 2022. Helstu stærðir Ný selalaug verður um 100 m2 og 300 m3 að stærð. Mesta dýpt laugar verður um fjórir metrar. Stærð þjónustuhúss verður um 37,6 m2 (birt flatarmál) með tæplega 11 m2 innilaug. Þrívíddarmynd af selalauginni eins og hún mun koma til með að líta út. Annað sjónarhorn. Göngustígurinn að selalauginni.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýr Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. 2. desember 2020 07:49 Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Búið að sleppa hringanóranum sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk í fangið. 5. maí 2020 15:25 Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. 2. desember 2020 07:49
Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Búið að sleppa hringanóranum sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk í fangið. 5. maí 2020 15:25
Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31