Svona á nýja selalaugin í Laugardalnum að líta út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2022 14:22 Þrívíddarmynd af selalauginni eins og hún mun koma til með að líta út. Ný selalaug mun margfalda það rúmmál sem selirnir hafa til sunds auk þess að gefa þeim möguleika á að kafa á meira dýpi. Borgarráð samþykkti í dag að fara í framkvæmdir við nýja selalaug og nýtt þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar þar sem segir að aukin velferð dýra sé höfð að leiðarljósi auk þess sem aðstaða fyrir fræðslustarf verður bætt. Gagnrýnt hefur verið hve mikið pláss selirnir í skemmtigarðinum hafa. Þá hafa sumir gagnrýnt að selir séu yfir höfuð í húsdýragarði. Þjónustuhúsið verður með nauðsynlegri inniaðstöðu til almennrar umhirðu og aðhlynningar dýra. Stórir gluggar neðan vatnsborðs á nýrri selalaug gefa gestum garðsins tækifæri til að sjá selina með nýjum hætti. Nýja selalaugin mun tengjast eldri laug. Setbekkir verða fyrir framan nýja laug og aðgengi fyrir alla verður tryggt. Svona mun ný selalaug og þjónustuhús við dýrin líta út. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt á framkvæmdalok í nóvember 2022. „Þessi viðbót mun stórauka getu garðsins til að sinna fræðslustarfi sínu auk þess að sinna betur dýrunum, þar á meðal móttöku villtra dýra í hremmingum í tengslum við Dýraþjónustu Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. „Til grundvallar nýrrar aðstöðu eru staðlar frá samtökum dýragarða í Evrópu (EAZE) um landseli (Phoca vitulina). Gert er ráð fyrir að eldri bygging (selabyrgi) verði nýtt fyrir lagnir, mælagrind og hreinsibúnað.“ Enn eitt sjónarhornið. Áætlað er að framkvæmdirnar kosti 125 milljónir króna á verðlagi í apríl 2022. Samkvæmt frumáætlun um framkvæmdatíma má gera ráð fyrir að framkvæmdum við nýja selalaug, þjónustuhúsnæði og lóðarfrágang geti verið lokið í nóvember 2022. Helstu stærðir Ný selalaug verður um 100 m2 og 300 m3 að stærð. Mesta dýpt laugar verður um fjórir metrar. Stærð þjónustuhúss verður um 37,6 m2 (birt flatarmál) með tæplega 11 m2 innilaug. Þrívíddarmynd af selalauginni eins og hún mun koma til með að líta út. Annað sjónarhorn. Göngustígurinn að selalauginni. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýr Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. 2. desember 2020 07:49 Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Búið að sleppa hringanóranum sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk í fangið. 5. maí 2020 15:25 Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar þar sem segir að aukin velferð dýra sé höfð að leiðarljósi auk þess sem aðstaða fyrir fræðslustarf verður bætt. Gagnrýnt hefur verið hve mikið pláss selirnir í skemmtigarðinum hafa. Þá hafa sumir gagnrýnt að selir séu yfir höfuð í húsdýragarði. Þjónustuhúsið verður með nauðsynlegri inniaðstöðu til almennrar umhirðu og aðhlynningar dýra. Stórir gluggar neðan vatnsborðs á nýrri selalaug gefa gestum garðsins tækifæri til að sjá selina með nýjum hætti. Nýja selalaugin mun tengjast eldri laug. Setbekkir verða fyrir framan nýja laug og aðgengi fyrir alla verður tryggt. Svona mun ný selalaug og þjónustuhús við dýrin líta út. Áætlaður framkvæmdakostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt á framkvæmdalok í nóvember 2022. „Þessi viðbót mun stórauka getu garðsins til að sinna fræðslustarfi sínu auk þess að sinna betur dýrunum, þar á meðal móttöku villtra dýra í hremmingum í tengslum við Dýraþjónustu Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg. „Til grundvallar nýrrar aðstöðu eru staðlar frá samtökum dýragarða í Evrópu (EAZE) um landseli (Phoca vitulina). Gert er ráð fyrir að eldri bygging (selabyrgi) verði nýtt fyrir lagnir, mælagrind og hreinsibúnað.“ Enn eitt sjónarhornið. Áætlað er að framkvæmdirnar kosti 125 milljónir króna á verðlagi í apríl 2022. Samkvæmt frumáætlun um framkvæmdatíma má gera ráð fyrir að framkvæmdum við nýja selalaug, þjónustuhúsnæði og lóðarfrágang geti verið lokið í nóvember 2022. Helstu stærðir Ný selalaug verður um 100 m2 og 300 m3 að stærð. Mesta dýpt laugar verður um fjórir metrar. Stærð þjónustuhúss verður um 37,6 m2 (birt flatarmál) með tæplega 11 m2 innilaug. Þrívíddarmynd af selalauginni eins og hún mun koma til með að líta út. Annað sjónarhorn. Göngustígurinn að selalauginni.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dýr Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. 2. desember 2020 07:49 Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Búið að sleppa hringanóranum sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk í fangið. 5. maí 2020 15:25 Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Selalaugin í Húsdýragarðinum stækkuð á næsta ári Til stendur að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hönnun er að hefjast og er lagt upp með að framkvæmdir hefjast á næsta ári. Kostnaður er enn óljós en í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar eru áætlaðar 100 milljónir króna í verkefnið. 2. desember 2020 07:49
Feitur og pattaralegur og veifaði ekki einu sinni bless Búið að sleppa hringanóranum sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk í fangið. 5. maí 2020 15:25
Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31