Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 19:51 Leikskólagjöld hækkuðu hjá sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Vísir/Vilhelm Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. Leikskólagjöld fyrir átta klukkustunda vistun með fæði hafi hækkað hjá sautján sveitarfélögum af tuttugu. Fjórtán sveitarfélaga hækkuðu gjöld á bilinu 3 til 5,7 prósent. Þar af hafi gjöld hækkað umfram 4 prósent hjá átta sveitarfélögum. Mest hækkuðu almenn gjöld, fyrir átta tíma með fæði, hjá Ísafjarðarbæ eða um 5,7 en lækkuðu mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent. Sömu gjöld fyrir einstæða foreldra hækkuðu einnig mest hjá Ísafjarðarbæ, um 6,7 prósent, en lækkuðu mest hjá Fjarðabyggð, eða um 3,5 prósent. Garðabær er með hæstu almennu leikskólagjöldin fyrir átta tíma vistun með ffæði og eru þau fimmtíu prósent hærri en lægstu gjöldin, sem eru hjá Reykjavíkurborg. Á mánuði nemur munurinn á hæstu og lægstu gjöldunum 14.291 krónu og 142.910 krónum á ári, ef miðað er við tíu mánaða vistun. Leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra eru aftur á móti hæst hjá Grindavíkurbæ og eru þau 120 prósent hærri en lægstu gjöldin hjá Reykjavíkurborg. Fram kemur í úttektinni að leikskólagjöld hafi hækkað yfir 5 prósent í tveimur sveitarfélögum, á bilinu 4 til 5 prósent í sex sveitarfélögum og um 3 til 4 prósent í sex sveitarfélögum. Mest hafi þau hækkað hjá Ísafjarðarbæ eins og áður segir, um 5,7 prósent, sem rekja má til 12,9 prósenta hækkunar á fæðisgjöldum og 2,4 hækkun á tímagjaldi. Hækkunin nemur 2.219 krónum á mánuði eða 22.190 krónum á ári miðað við tíu mánaða vistun. Næst mest hækkuðu gjöldin hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,2 prósent. Gjöldin lækkuðu í tveimur sveitarfélögum, mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent og næst mest hjá Fjarðabyggð, eða um 2 prósent. Gjöldin stóðu í stað hjá Vestmannaeyjabæ milli ára. Svipaðar breytingar má sjá á gjöldum fyrir átta tíma með fæði fyrir einstæða foreldra en þar vegur fæðiskostnaður þyngra og því er hækkunin á gjöldum fyrir forgangshópa hjá Ísafjarðarbæ meiri, eða 6,7 prósent. Að sama skapi lækka gjöldin fyrir einstæða foreldra meira en almenn gjöld hjá Fjarðabyggð eða um 3,5 prósent. Tímagjald fyrir níunda tímann er öllu jafna hærra en tímagjald fyrstu átta tímanna. Mest hækkaði tímagjald fyrir níunda tímann hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ, eða um 5 prósent. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem lækkaði gjöld fyrir níunda tímann og nemur lækkunin fimm prósentum. Gjaldið stendur í stað hjá Vestmannaeyjabæ. Fyrir einstæða foreldra hækkaði gjald fyrir níunda tímann mest hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ eða um 5 prósent. Í Hafnarfirði lækkaði gjaldið fyrir einstæða foreldra mest, um 28 prósent eða 2.822 krónur á mánuði sem gerir 28.220 krónur á ári. Leikskólar Fjármál heimilisins Verðlag Neytendur Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. 19. apríl 2022 07:00 Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. 26. mars 2022 22:34 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Leikskólagjöld fyrir átta klukkustunda vistun með fæði hafi hækkað hjá sautján sveitarfélögum af tuttugu. Fjórtán sveitarfélaga hækkuðu gjöld á bilinu 3 til 5,7 prósent. Þar af hafi gjöld hækkað umfram 4 prósent hjá átta sveitarfélögum. Mest hækkuðu almenn gjöld, fyrir átta tíma með fæði, hjá Ísafjarðarbæ eða um 5,7 en lækkuðu mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent. Sömu gjöld fyrir einstæða foreldra hækkuðu einnig mest hjá Ísafjarðarbæ, um 6,7 prósent, en lækkuðu mest hjá Fjarðabyggð, eða um 3,5 prósent. Garðabær er með hæstu almennu leikskólagjöldin fyrir átta tíma vistun með ffæði og eru þau fimmtíu prósent hærri en lægstu gjöldin, sem eru hjá Reykjavíkurborg. Á mánuði nemur munurinn á hæstu og lægstu gjöldunum 14.291 krónu og 142.910 krónum á ári, ef miðað er við tíu mánaða vistun. Leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra eru aftur á móti hæst hjá Grindavíkurbæ og eru þau 120 prósent hærri en lægstu gjöldin hjá Reykjavíkurborg. Fram kemur í úttektinni að leikskólagjöld hafi hækkað yfir 5 prósent í tveimur sveitarfélögum, á bilinu 4 til 5 prósent í sex sveitarfélögum og um 3 til 4 prósent í sex sveitarfélögum. Mest hafi þau hækkað hjá Ísafjarðarbæ eins og áður segir, um 5,7 prósent, sem rekja má til 12,9 prósenta hækkunar á fæðisgjöldum og 2,4 hækkun á tímagjaldi. Hækkunin nemur 2.219 krónum á mánuði eða 22.190 krónum á ári miðað við tíu mánaða vistun. Næst mest hækkuðu gjöldin hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,2 prósent. Gjöldin lækkuðu í tveimur sveitarfélögum, mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent og næst mest hjá Fjarðabyggð, eða um 2 prósent. Gjöldin stóðu í stað hjá Vestmannaeyjabæ milli ára. Svipaðar breytingar má sjá á gjöldum fyrir átta tíma með fæði fyrir einstæða foreldra en þar vegur fæðiskostnaður þyngra og því er hækkunin á gjöldum fyrir forgangshópa hjá Ísafjarðarbæ meiri, eða 6,7 prósent. Að sama skapi lækka gjöldin fyrir einstæða foreldra meira en almenn gjöld hjá Fjarðabyggð eða um 3,5 prósent. Tímagjald fyrir níunda tímann er öllu jafna hærra en tímagjald fyrstu átta tímanna. Mest hækkaði tímagjald fyrir níunda tímann hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ, eða um 5 prósent. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem lækkaði gjöld fyrir níunda tímann og nemur lækkunin fimm prósentum. Gjaldið stendur í stað hjá Vestmannaeyjabæ. Fyrir einstæða foreldra hækkaði gjald fyrir níunda tímann mest hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ eða um 5 prósent. Í Hafnarfirði lækkaði gjaldið fyrir einstæða foreldra mest, um 28 prósent eða 2.822 krónur á mánuði sem gerir 28.220 krónur á ári.
Leikskólar Fjármál heimilisins Verðlag Neytendur Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. 19. apríl 2022 07:00 Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. 26. mars 2022 22:34 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. 19. apríl 2022 07:00
Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. 26. mars 2022 22:34