Enn ein hindrun skarðabarna og foreldra Sif Huld Albertsdóttir skrifar 4. maí 2022 14:16 Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar. Börnin okkar eru með fæðingargalla sem með réttu utanumhaldi lækna og sérfræðinga er hægt að laga að mestu leiti, en til þess þarf vilja og ráðagerð stjórnvalda. Svona byrjaði grein mín sem birtist á Vísi fyrir rúmu ári síðan eða 18. mars 2021, og því miður á hún enn við þó svo að reglugerð hafi verið breytt til hins betra þannig að öll börn með þennan fæðingargalla falla undir. Eins og fram kom á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands um helgina, eru Sjúkratryggingar að benda á að foreldrar barna sem eru hjá ákveðnum tannlæknum vegna tannréttingameðferðar barna sinna eigi ekki að greiða það sem komið hefur til vegna endurkröfu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig kom grein frá formanni Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjúkratrygginga Íslands um endurkröfu. Ég hef skoðað vel hvernig stendur á því að þetta geti verið, það er að segja af hverju endurkrafa er gerð á tannréttingarsérfræðingana og lesið mér til um samning sem var gerður vegna barnatannlækninga árið 2013, þar sem öll börn eiga að njóta sömu réttinda er varða tannlækningar. Samkvæmt því sem ég kemst næst eru gjaldaliðir í þeim samning ætlaðir fyrir öll börn, sama þó þau séu með gildandi samning vegna fæðingargalla og eiga rétt á 95% niðurgreiðslu á tannréttingum, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 451/2013, með síðari breytingum. Það gerir það að verkum að ákveðnir gjaldaliðir sem skarðabörnin okkar þurfa, eru ekki niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands, en oft á tíðum er um mjög sérstakar meðferðir að ræða. Svo virðist sem ekki hafi verið farið eftir þessum samning um leið og hann var gerður árið 2013, því það var ekki fyrr en í lok síðasta árs að ég fékk neitun á því að SÍ myndi borga fyrir okkur myndatöku sem skarðabarn hafði áður farið í á innan við 12 mánaða tímabili. Við, foreldrarnir, þurftum því að greiða fullt verð fyrir nauðsynlega myndatöku skarðabarnsins í það skiptið. Með þessu kerfi er verið að mismuna börnunum okkar. Skarðabörn eru með fæðingargalla sem hægt er að hjálpa til með tannréttingum, en minna með almennum lækningum. Með þessu kerfi eru settar skorður við því hversu oft þau mega fá ákveðna aukahluti í munn og á tennur í hverri meðferð og hversu oft á ári myndatökur mega vera gerðar og hvaða myndatökur falla undir niðurgreiðslu. Ég sé það þannig fyrir mér að með þessu erum við komin á þann stað að fyrir hverja heimsókn til tannlæknis þurfa foreldrar að fara yfir hvað er nauðsynlegt að gera og hvað er mikilvægt að gera og samþykkja að borga þá gjaldaliði sem ekki falla undir þennan samning sem gerður var 2013 milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um rafræn samskipti og aðgerðarskrá. Kostnaðurinn mun nú lenda á foreldrunum, þar sem búið er að setja þak á vissa gjaldaliði og vissir gjaldaliðir ekki inn í samning við tannlækna. Kostnaður vegna nauðsynlegra tannréttinga barna með skarð í vör og tanngarði/góm mun aukast, en líklega minnka kostnað sem Sjúkratyggingar Íslands þurfi að greiða með þessu fáu börnum sem um ræðir með þennan fæðingargalla. Skarðabörn munu því í einhverjum tilfellum ekki fá þá læknisaðstoð sem nauðsynleg er til leiðréttingar á fæðingargalla, vegna kostnaðar og mismunandi fjárhagsstöðu foreldra. Höfundur er móðir drengs með skarð í vör og tanngarði.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar