Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2022 12:33 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Reykjavíkurflugvelli í morgun en hann var að koma úr flugi frá Egilsstöðum. Fyrir aftan má sjá svæðið umdeilda í Skerjafirði. Ívar Fannar Arnarsson Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við ráðherrann á Reykjavíkurflugvelli í morgun, sem útvarpað var í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Isavia hafa lýst áhyggjum um að nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði skerði rekstraröryggi flugvallarins vegna sviptivinda sem skapist frá nýjum byggingum nærri flugbrautum. Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa lýst sig ósammála því mati og vilja hefja framkvæmdir í sumar. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Isavia hefur núna ítrekað áhyggjur sínar. „Við tókum undir þessar áhyggjur þeirra og báðum Reykjavíkurborg um viðbrögð. Og ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ segir Sigurður Ingi. Hann minnir á flugvallarsamkomulagið sem gert var milli ríkis og borgar í nóvember 2019. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember árið 2019.Vilhelm Gunnarsson „Í minni sveit virða menn slíkt samkomulag og ég ætlast til þess að Reykjavíkurborg virði það,“ segir ráðherrann. Samkomulagið hafi ekki verið gert að ástæðulausu. Þetta snúi að flugöryggi og rekstrarmöguleika, bæði innanlandsflugs og einnig varaflugvallar millilandaflugs. „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstrarlega og öryggislega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg -Þannig að Reykjavíkurborg fær þetta svæði, Nýja Skerjafjörð, ekki til uppbyggingar í sumar? „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ svarar ráðherra flugmála, Sigurður Ingi Jóhannsson. Viðtalið má sjá hér: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við ráðherrann á Reykjavíkurflugvelli í morgun, sem útvarpað var í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Isavia hafa lýst áhyggjum um að nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði skerði rekstraröryggi flugvallarins vegna sviptivinda sem skapist frá nýjum byggingum nærri flugbrautum. Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa lýst sig ósammála því mati og vilja hefja framkvæmdir í sumar. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Isavia hefur núna ítrekað áhyggjur sínar. „Við tókum undir þessar áhyggjur þeirra og báðum Reykjavíkurborg um viðbrögð. Og ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ segir Sigurður Ingi. Hann minnir á flugvallarsamkomulagið sem gert var milli ríkis og borgar í nóvember 2019. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember árið 2019.Vilhelm Gunnarsson „Í minni sveit virða menn slíkt samkomulag og ég ætlast til þess að Reykjavíkurborg virði það,“ segir ráðherrann. Samkomulagið hafi ekki verið gert að ástæðulausu. Þetta snúi að flugöryggi og rekstrarmöguleika, bæði innanlandsflugs og einnig varaflugvallar millilandaflugs. „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstrarlega og öryggislega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg -Þannig að Reykjavíkurborg fær þetta svæði, Nýja Skerjafjörð, ekki til uppbyggingar í sumar? „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ svarar ráðherra flugmála, Sigurður Ingi Jóhannsson. Viðtalið má sjá hér:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39