Farsæll leiðtogi í framboði Guðni Ársæll Indriðason skrifar 4. maí 2022 12:00 Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk. Ómar er með 2. stigs skipstjórnarréttindi og hefur því stigið ölduna eins og svo margir Vestfirðingar. En hugur hans stefndi á frekara nám. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Eins og er um fróðleiksfúsa menn hefur hann tekið ýmis námskeið til að efla víðsýni sína, s.s. í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun og fl. Menntun hans er víðtæk og blandast vel við reynslu hana af sveitarstjórnarmálum og atvinnulífi. Í verkum sínum og framkomu er Ómar sanngjarn, hógvær, lausnamiðaður og umfram allt kurteis maður með kímnigáfu. Hann er mikil félagsvera og leggur áherslu á samverustundir með fjölskyldu og vinum, en stundar líkamsrækt og útiveru og hefur mjög mikla ánægju af ferðalögum. Í farteskinu að vestan hafði hann mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Var ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og varð einnig oddviti, starfaði í 12 ár við uppbyggingu og rekstur sveitarfélagsins við góðan orðstír. Í litlum samfélögum þurfa menn æði oft að bera marga hatta, líkt og Ómar gerði á Súðavík. Sinna ýmsum hlutverkum innan sem utan sveitarstjórnar víða í samfélaginu. Jafnt fyrir sveitarfélagið sem og fjórðunginn. Það var eftirtektarvert hve mikla áherslu hann lagði á að gera Súðavík aðlaðandi samfélag fyrir ungt fólk og ferðamenn. Mikil reynsla úr atvinnulífinu Reynsla Ómars úr atvinnulífinu er ekki síðri. Hann hefur rekið fyrirtæki á heimsvísu, sem framleiðir gæludýrafóður úr íslenskum hráefnum. Verið ráðgjafi og tengt saman erlend og íslensk fyrirtæki, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viðburði. Nú hefur Ómar ákveðið að snúa sér að pólitíkinni aftur, á heldur stærri skala en síðast. Ómar fer fyrir oddaflugi Miðflokksins inn í borgarstjórn ásamt einvala liði. Hans víðtæka reynsla af sveitarstjórnarmálum og fyrirtækjarekstri mun nýtast borgarbúum vel með hann sem í borgarstjórn. Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk. Ómar er með 2. stigs skipstjórnarréttindi og hefur því stigið ölduna eins og svo margir Vestfirðingar. En hugur hans stefndi á frekara nám. Hann útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskólanum í Reykjavík. Eins og er um fróðleiksfúsa menn hefur hann tekið ýmis námskeið til að efla víðsýni sína, s.s. í stjórnendafræðum, fjármálum, lögfræði, markþjálfun og fl. Menntun hans er víðtæk og blandast vel við reynslu hana af sveitarstjórnarmálum og atvinnulífi. Í verkum sínum og framkomu er Ómar sanngjarn, hógvær, lausnamiðaður og umfram allt kurteis maður með kímnigáfu. Hann er mikil félagsvera og leggur áherslu á samverustundir með fjölskyldu og vinum, en stundar líkamsrækt og útiveru og hefur mjög mikla ánægju af ferðalögum. Í farteskinu að vestan hafði hann mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Var ráðinn sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og varð einnig oddviti, starfaði í 12 ár við uppbyggingu og rekstur sveitarfélagsins við góðan orðstír. Í litlum samfélögum þurfa menn æði oft að bera marga hatta, líkt og Ómar gerði á Súðavík. Sinna ýmsum hlutverkum innan sem utan sveitarstjórnar víða í samfélaginu. Jafnt fyrir sveitarfélagið sem og fjórðunginn. Það var eftirtektarvert hve mikla áherslu hann lagði á að gera Súðavík aðlaðandi samfélag fyrir ungt fólk og ferðamenn. Mikil reynsla úr atvinnulífinu Reynsla Ómars úr atvinnulífinu er ekki síðri. Hann hefur rekið fyrirtæki á heimsvísu, sem framleiðir gæludýrafóður úr íslenskum hráefnum. Verið ráðgjafi og tengt saman erlend og íslensk fyrirtæki, og er með mikla reynslu af viðburðahaldi ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda vöru- og þjónustusýninga, ráðstefnur og flutt inn tónlistarfólk fyrir sína viðburði. Nú hefur Ómar ákveðið að snúa sér að pólitíkinni aftur, á heldur stærri skala en síðast. Ómar fer fyrir oddaflugi Miðflokksins inn í borgarstjórn ásamt einvala liði. Hans víðtæka reynsla af sveitarstjórnarmálum og fyrirtækjarekstri mun nýtast borgarbúum vel með hann sem í borgarstjórn. Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar