Eldri íbúar, eldri Ár-borgarar! Helga Lind Pálsdóttir skrifar 4. maí 2022 11:31 Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára. Samfélagsleg umræða um aldraða snýst þó gjarnan og oft að mestu leyti um þá eldri borgara sem standa frammi fyrir félagslegum og/eða heilsufarslegum vanda og því úrræðaleysi sem við blasir við íslensku samfélagi. Raunin er sú að margir sem fagnað hafa 67 ára afmælisdegi sínum eru fullfrískir, með fulla vinnugetu, lifa sama lífsstíl og áður, stunda heilsurækt og útivist. Þessi hópur heldur áfram að lifa sínu lífi líkt og það gerði fyrir 67 ára afmælisdaginn sinn. Þjónusta og tækifæri við hæfi fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins Við sem samfélag eigum að styðja við eldri íbúa sem hafa heilsu og getu með fjölbreyttum félagslegum og heilsueflandi tækifærum, nýta mannauðin, þekkinguna og viskuna sem býr með þessum hóp. Við eigum jafnframt að veita öldruðum sem þurfa á þjónustu að halda góða heilbrigðis- og félagsþjónustu sem stuðlar að því að viðkomandi geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem hægt er auk þess að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu ef og þegar þess er þörf. Hvað ætlar D - listinn að gera fyrir okkar eldri íbúa? Við viljum samfélag þar sem eldri íbúar geta notið lífsins á eigin forsendum. D - listinn ætlar að beita sér fyrir góðri þjónustu til eldri borgara. Við munum tryggja fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og vinna ötullega að betri samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum auka samráð við eldri íbúa, styðja við öldunagaráð og halda reglulega fundi með félögum eldri borgara í sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Þá munum við í D- listanum fjölga valkostum og tækifærum til heilsueflingar í öllum þéttbýliskjörnum Árborgar. Með þessu viljum við tryggja að það sé gott að eldast í Árborg okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi og í 6. sæti á lista D- listans í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Eldri borgarar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára. Samfélagsleg umræða um aldraða snýst þó gjarnan og oft að mestu leyti um þá eldri borgara sem standa frammi fyrir félagslegum og/eða heilsufarslegum vanda og því úrræðaleysi sem við blasir við íslensku samfélagi. Raunin er sú að margir sem fagnað hafa 67 ára afmælisdegi sínum eru fullfrískir, með fulla vinnugetu, lifa sama lífsstíl og áður, stunda heilsurækt og útivist. Þessi hópur heldur áfram að lifa sínu lífi líkt og það gerði fyrir 67 ára afmælisdaginn sinn. Þjónusta og tækifæri við hæfi fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins Við sem samfélag eigum að styðja við eldri íbúa sem hafa heilsu og getu með fjölbreyttum félagslegum og heilsueflandi tækifærum, nýta mannauðin, þekkinguna og viskuna sem býr með þessum hóp. Við eigum jafnframt að veita öldruðum sem þurfa á þjónustu að halda góða heilbrigðis- og félagsþjónustu sem stuðlar að því að viðkomandi geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem hægt er auk þess að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu ef og þegar þess er þörf. Hvað ætlar D - listinn að gera fyrir okkar eldri íbúa? Við viljum samfélag þar sem eldri íbúar geta notið lífsins á eigin forsendum. D - listinn ætlar að beita sér fyrir góðri þjónustu til eldri borgara. Við munum tryggja fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og vinna ötullega að betri samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum auka samráð við eldri íbúa, styðja við öldunagaráð og halda reglulega fundi með félögum eldri borgara í sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Þá munum við í D- listanum fjölga valkostum og tækifærum til heilsueflingar í öllum þéttbýliskjörnum Árborgar. Með þessu viljum við tryggja að það sé gott að eldast í Árborg okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi og í 6. sæti á lista D- listans í Árborg.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar