Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig Árni Jóhannsson skrifar 2. maí 2022 21:40 Guðmundur fagnar marki sínu. Vísir/Vilhelm „Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld. Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15