Flóðið í Demydiv sem bjargaði Kænugarði Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 16:19 Úkraínumenn ákváðu að fórna Demydiv til að stöðva sókn Rússa í átt að Kænugarði. Skjáskot/AP Bænum Demydiv í Úkraínu var fórnað til að stöðva för rússneskra skriðdreka. Samt sem áður eru íbúar bæjarins ánægðir og segjast hafa bjargað Kænugarði. Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Í bænum Demydiv rétt norðan við höfuðborgina Kænugarð í Úkraínu hafa íbúar verið að jafna sig eftir mikil flóð, sem undir venjulegum kringumstæðum væru einn af mörgum slæmum atburðum síðustu vikna. Í þetta skiptið var hins vegar um að ræða taktískan sigur Úkraínumanna. Vatnið var látið flæða yfir bæinn og akrana þar í kring með vilja. Þá varð til mýri sem kom í veg fyrir að skriðdrekar Rússa kæmust að Kænugarði og gaf úkraínska hernum tíma til að undirbúa sig fyrir árás. Í mörgum húsum er vatnsmagnið mikið.Skjáskot/AP Íbúar Demydiv sitja uppi með íbúðarhús sem mörg hafa skemmst vegna flóðanna. Þeir gætu hins vegar ekki verið ánægðari. „Allir skilja ástæðuna og enginn sér eftir þessu í eitt augnablik,“ segir Antonina Kostuchenko en heimili hennar er nú fullt af vatni sem nær langt upp á veggi. Greinin og viðtal við hana birtist á NY Times. „Við björguðum Kænugarði!“ segir hún stolt. Hafa markvisst eyðilagt innviði Það sem gerðist í Demydiv er ekki einsdæmi. Úkraínumenn hafa reglubundið valdið skemmdum á innviðum landsins til að torvelda Rússum í sókn sinni. Vatn byrjaði að flæða yfir Demydiv þegar herinn opnaði fyrir stíflu rétt utan við bæinn. Á öðrum stöðum í landinu hefur herinn sprengt brýr og vegi og gert lestarteina og flugvelli ónothæfa. Yfir 300 brýr í Úkraínu eru skemmdar samkvæmt innviðaráðherranum Oleksanr Kubrakov. Þegar Rússar reyndu að ná yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli í nágrenni Kænugarðs sprengdu Úkraínumenn flugbrautina og kom í veg fyrir að Rússar gætu tekið á móti hersveitum sínum. Íbúar bæjarins hafa þurft að nota báta til að komast leiða sinna.Skjáskot/AP Þessi aðferð Úkraínumanna hefur verið lykilatriði varðandi að halda aftur af Rússum í norðri og koma í veg fyrir að þeir nái yfirráðum í Kænugarði. Kostnaður vegna eyðileggingarinnar er auðvitað gríðarlegur. Áætlað er að kostnaður vegna ónýtra samgöngumannvirkja sé um 85 milljarðar dollara samkvæmt tölum frá ríkisstjórn Úkraínu. „Við hefðum ekki sprengt brýrnar okkar ef stríðið hefði ekki farið af stað. Ástæðan er ein, grimmd Rússlands.“ Engin eftirsjá Íbúar Demydiv segja að eyðileggingin í bænum sé ekkert miðað við hvað þessi aðgerð hefur hjálpað mikið. „Fimmtíu hús sem flætt hefur inn í er ekki mikið,“ segir Volodymyr Artemchuk, sjálfboðaliði sem var að hjálpa til við að koma vatninu undan. Demydiv í ÚkraínuSkjáskot/AP Þó einhverjir hafi kvartað undan hreinsunarstarfinu, sem áætlað er að taki marga mánuði, hafa bæjarbúar tekið sig saman í að gera það vel. Roman Bykhovchenko, sextíu ára gamall öryggisvörður, er ekki í neinum vafa að rétt ákvörðun var tekin þrátt fyrir að flætt hafi inn í húsið hans. „Þetta var þess virði.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira