Gerum betur við upphaf og enda lífs Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2022 15:31 Það er magnað að fylgjast með nýju lífi koma í heiminn, ótrúleg sköpun sem á 9 mánuðum vex og dafnar í móðurkviði, fæðist og tekur sinn fyrsta andardrátt. Flest börn fá sem betur fer góða umönnun á fyrstu mánuðum lífs síns. Brjóstamjólk, ást og umhyggju og allir reyna að gera sitt besta við að sinna nýja fjölskyldumeðlimnum. Við Íslendingar erum lánsöm að báðir foreldrar geta nú tekið virkan þátt í því en fæðingarorlof er mikilvægt fyrir bæði foreldra og barn. En hvað tekur svo við? Óvissa og aftur óvissa. Dagmæður eru ekki á lausu og kostnaður við að nýta sér þeirra þjónustu er mun meiri en niðurgreidd leikskólagjöld sveitarfélaganna. Í raun er kostnaður við daggæslu barna upp að 18 mánaða aldri allt að 100 þús. krónur à mánuði. Nàmsmenn hafa forgang í suma leikskóla og fà plàss fyrir börn sín þar fyrr en aðrir. Það er vel þekkt að sumir hafa skráð sig i nàm bara til að fá pláss fyrir barnið í dagvist. Hvers vegna er ekki öll þessi þjónusta á sama verði og niðurgreidd fyrir öll börn? Börnin eru sett í hendur ókunnugra í átta tíma á dag og oftast gengur það vel en munum að á þessum árum geta þau ekki tjáð sig. Þetta eru árin sem engin man og þessi ár móta þau fyrir lífstíð. Ómálga börn hafa ekki talsmann eða rödd sem berst fyrir þeirra réttindum. Að sjálfsögðu ættu leikskólar að standa öllum börnum opnir þegar fæðingarorlofi lýkur og vera foreldrum gjaldfrjálsir. Starfsfólk sem sinnir okkar dýrmætasta fólki ætti að vera betur launað og þau störf eftirsóknarverð þannig að hægt væri að velja besta fólkið til starfa. Hver passaði þig og skipti á þér þegar þú varst á öðru árinu? Þurrkaði tárin, kyssti á kinn og leiddi þig næstu skref? Það er magnað að fá að eldast sem við gerum flest. Sum okkar fá sjúkdóma sem við völdum ekki en valda því að við þurfum aðstoð sem okkar nánasta fólk getur ekki veitt okkur. Eigum við þá að bíða á bráðadeild eftir plássi sem er ekki til og skapa fràflæðisvanda á sjúkrahúsum landsins sem þegar ràða illa við sín verkefni? Aldraðir einstaklingar og aðrir sem þurfa aðstoð eiga betra skilið. Við þessi ríka þjóð sem gefum hlut í bönkum til auðmenna ættum að bera þetta fólk sem byggði upp þetta þjóðfélag à höndum okkar. Veikindi og hrumleiki spyr ekki um stétt né stöðu. Allir vilja halda virðingu sinni og reisn sem lengst og geta verið heima eins lengi og hægt er. Því er það þyngra en tárum taki að horfa à fréttir sem eru áratuga gamlar um þjónustu við heldri borgara þessa lands og sú þjónusta hefur ekkert batnað nema síður sé. Íslendingum er að fjölga og við lifum nú lengur en áður og því þarf að hugsa öldrunarþjónustu út frá því og bjóða uppá fleiri lausnir í þjónustu við þennan hóp. Við þurfum að efla forvarnir og þannig fækka lífsstílstengdum sjúkdómum sem herja á eldri borgara. Það þarf að auka virkni þeirra og hlúa að vitrænni getu og andlegri heilsu ekki síður en líkamlegri. Auka heimaþjónustu, dagvist og að sjálfsögðu fjölga hjúkrunarrýmum strax. Aldraðir sem sumir vita ekki hvar þeir búa eða þekkja ekki fólkið sitt eru ekki þrýstihópur sem beina orðum sínum til stjórnvalda. Því vil ég, amma með umhyggju fyrir barnabarni og áhyggjur af efri árum mínum, skora á stjórnvöld að standa í lappirnar og laga þessi mál sem fyrst. Við getum svo miklu betur við upphaf og enda lífs bara ef við viljum. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Það er magnað að fylgjast með nýju lífi koma í heiminn, ótrúleg sköpun sem á 9 mánuðum vex og dafnar í móðurkviði, fæðist og tekur sinn fyrsta andardrátt. Flest börn fá sem betur fer góða umönnun á fyrstu mánuðum lífs síns. Brjóstamjólk, ást og umhyggju og allir reyna að gera sitt besta við að sinna nýja fjölskyldumeðlimnum. Við Íslendingar erum lánsöm að báðir foreldrar geta nú tekið virkan þátt í því en fæðingarorlof er mikilvægt fyrir bæði foreldra og barn. En hvað tekur svo við? Óvissa og aftur óvissa. Dagmæður eru ekki á lausu og kostnaður við að nýta sér þeirra þjónustu er mun meiri en niðurgreidd leikskólagjöld sveitarfélaganna. Í raun er kostnaður við daggæslu barna upp að 18 mánaða aldri allt að 100 þús. krónur à mánuði. Nàmsmenn hafa forgang í suma leikskóla og fà plàss fyrir börn sín þar fyrr en aðrir. Það er vel þekkt að sumir hafa skráð sig i nàm bara til að fá pláss fyrir barnið í dagvist. Hvers vegna er ekki öll þessi þjónusta á sama verði og niðurgreidd fyrir öll börn? Börnin eru sett í hendur ókunnugra í átta tíma á dag og oftast gengur það vel en munum að á þessum árum geta þau ekki tjáð sig. Þetta eru árin sem engin man og þessi ár móta þau fyrir lífstíð. Ómálga börn hafa ekki talsmann eða rödd sem berst fyrir þeirra réttindum. Að sjálfsögðu ættu leikskólar að standa öllum börnum opnir þegar fæðingarorlofi lýkur og vera foreldrum gjaldfrjálsir. Starfsfólk sem sinnir okkar dýrmætasta fólki ætti að vera betur launað og þau störf eftirsóknarverð þannig að hægt væri að velja besta fólkið til starfa. Hver passaði þig og skipti á þér þegar þú varst á öðru árinu? Þurrkaði tárin, kyssti á kinn og leiddi þig næstu skref? Það er magnað að fá að eldast sem við gerum flest. Sum okkar fá sjúkdóma sem við völdum ekki en valda því að við þurfum aðstoð sem okkar nánasta fólk getur ekki veitt okkur. Eigum við þá að bíða á bráðadeild eftir plássi sem er ekki til og skapa fràflæðisvanda á sjúkrahúsum landsins sem þegar ràða illa við sín verkefni? Aldraðir einstaklingar og aðrir sem þurfa aðstoð eiga betra skilið. Við þessi ríka þjóð sem gefum hlut í bönkum til auðmenna ættum að bera þetta fólk sem byggði upp þetta þjóðfélag à höndum okkar. Veikindi og hrumleiki spyr ekki um stétt né stöðu. Allir vilja halda virðingu sinni og reisn sem lengst og geta verið heima eins lengi og hægt er. Því er það þyngra en tárum taki að horfa à fréttir sem eru áratuga gamlar um þjónustu við heldri borgara þessa lands og sú þjónusta hefur ekkert batnað nema síður sé. Íslendingum er að fjölga og við lifum nú lengur en áður og því þarf að hugsa öldrunarþjónustu út frá því og bjóða uppá fleiri lausnir í þjónustu við þennan hóp. Við þurfum að efla forvarnir og þannig fækka lífsstílstengdum sjúkdómum sem herja á eldri borgara. Það þarf að auka virkni þeirra og hlúa að vitrænni getu og andlegri heilsu ekki síður en líkamlegri. Auka heimaþjónustu, dagvist og að sjálfsögðu fjölga hjúkrunarrýmum strax. Aldraðir sem sumir vita ekki hvar þeir búa eða þekkja ekki fólkið sitt eru ekki þrýstihópur sem beina orðum sínum til stjórnvalda. Því vil ég, amma með umhyggju fyrir barnabarni og áhyggjur af efri árum mínum, skora á stjórnvöld að standa í lappirnar og laga þessi mál sem fyrst. Við getum svo miklu betur við upphaf og enda lífs bara ef við viljum. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun