„Ekki benda á mig“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2022 08:01 Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun