Arnar Gunnlaugsson: Það var smá reiði í mönnum Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2022 22:38 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur með sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Víkingur R. vann Keflavík 4-1 í Bestu deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og segir leikinn gott svar eftir tapleikinn gegn ÍA í 2. umferð. „Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
„Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn