Áttu fótum sínum fjör að launa í Faxafeni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 21:15 Þessir skápar hrundu í gólfið. Vísir/Egill Starfsmenn verslunar Z-brauta & gluggatjalda í Faxafeni í Reykjavík áttum fótum sínum fjör að launa í hádeginu í dag, þegar það óhapp varð að bíl var ekið inn í verslunina. „Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný. Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira