Meirihlutinn heldur velli og Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjá samkvæmt nýrri könnun Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 28. apríl 2022 07:48 Þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta – það er Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn – fá samkvæmt könnuninni 52,2 prósent og tólf af 23 borgarfulltrúum. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli í nýrri könnun Fréttablaðsins sem Prósent framkvæmdi fyrir blaðið. Þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta – það er Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn – fá 52,2 prósent og tólf af 23 borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn bíður hins vegar afhroð í könnuninni og mælist aðeins með 19,4 prósent og hefur ekki mælst lægri allt kjörtímabilið en hann fékk rúm þrjátíu prósent í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi fimm menn kjörna af úrslitin yrðu á þennan veg en hefur átta fulltrúa í dag. Framsóknarflokkurinn er hins vegar á siglingu og nær inn þremur mönnum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Sósíalistar bæta einnig töluverðu við sig og ná tveimur mönnum í borgarstjórn. Flokkurinn náði einum manni inn síðast. Samfylkingin er samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn í borginni en missir þó nokkuð fylgi frá kosningum og missir einn mann. Píratar bæta hins vegar verulega við sig frá síðustu kosningum og bæta við sig einum manni. Vinstri græn standa í stað og halda sínum eina manni með 6,3 prósent atkvæða en Viðreisn dalar heldur frá síðustu kosningum og missir annan sinna manna með 6,7 prósent. Flokkur fólksins mælist yfir kjörfylgi sínu og heldur sínum borgarfulltrúa og eins og undanfarið mælist Miðflokkurinn ekki með mann inni í borgarstjórn. Þrettán prósent vilja Einar sem næsta borgarstjóra Í könnuninni var einnig spurt hvern fólk myndi helst vilja sjá sem næsta borgarstjóra. Þar sögðust 30 prósent aðspurðra vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram gegna embættinu. Nítján prósent sögðust vilja sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita á lista Sjálfstæðismanna, sem næsta borgarstjóra og þá sögðust þrettán prósent vilja sjá Einar Þorsteinsson, oddvita á lista Framsóknar, sem næsta borgarstjóra. Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Samfylkingin Píratar Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bíður hins vegar afhroð í könnuninni og mælist aðeins með 19,4 prósent og hefur ekki mælst lægri allt kjörtímabilið en hann fékk rúm þrjátíu prósent í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi fimm menn kjörna af úrslitin yrðu á þennan veg en hefur átta fulltrúa í dag. Framsóknarflokkurinn er hins vegar á siglingu og nær inn þremur mönnum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Sósíalistar bæta einnig töluverðu við sig og ná tveimur mönnum í borgarstjórn. Flokkurinn náði einum manni inn síðast. Samfylkingin er samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn í borginni en missir þó nokkuð fylgi frá kosningum og missir einn mann. Píratar bæta hins vegar verulega við sig frá síðustu kosningum og bæta við sig einum manni. Vinstri græn standa í stað og halda sínum eina manni með 6,3 prósent atkvæða en Viðreisn dalar heldur frá síðustu kosningum og missir annan sinna manna með 6,7 prósent. Flokkur fólksins mælist yfir kjörfylgi sínu og heldur sínum borgarfulltrúa og eins og undanfarið mælist Miðflokkurinn ekki með mann inni í borgarstjórn. Þrettán prósent vilja Einar sem næsta borgarstjóra Í könnuninni var einnig spurt hvern fólk myndi helst vilja sjá sem næsta borgarstjóra. Þar sögðust 30 prósent aðspurðra vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram gegna embættinu. Nítján prósent sögðust vilja sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita á lista Sjálfstæðismanna, sem næsta borgarstjóra og þá sögðust þrettán prósent vilja sjá Einar Þorsteinsson, oddvita á lista Framsóknar, sem næsta borgarstjóra.
Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Samfylkingin Píratar Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira