Engin armslengd er á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2022 07:30 Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar. Í bókhaldi eru armslengdar viðskipti (e. Arm‘s length transaction) þau viðskipti sem eiga sér stað milli tveggja ótengdra aðila. Dæmi um slíkt væru viðskipti milli verslunar og birgja sem eru í eigu mismunandi aðila. Í slíkum viðskiptum eru báðir aðilar að reyna hámarka sinn hagnað og eru ekki háðir skipunum frá hinum aðilanum. Oft eiga sér þó stað viðskipti milli tengdra aðila, þ.e. sömu eigendur eiga báða aðila, þar sem það er mikilvægt (t.d. skattalega) að aðilarnir hegði viðskiptum sín á milli líkt og um tvo ótengda aðila væri að ræða. Í slíkum tilvikum er notast við svokallaðar armslengdar reglur, en þær sjá til þess að viðskipti á milli tengdra aðila séu gerð á eðlilegu markaðsverði. Ástæðan fyrir þessu er oftast að ef ekki eru notuð slík armslengdar verð þá getur t.d. birgi í háskattalandi selt verslun í lágskattalandi vörur á sérkennilega lágu verði. Þannig myndi eigandinn, sem á bæði verslunina og birgjann, lækka heildar skattbyrði sína með því að myndi hærri hagnað í lágskattalandinu en lægri í háskattalandinu. Hér er lykilatriði að skilja að birgjanum er ekki treyst til þess að stýra verðum til verslunarinnar sjálfum. Það er of mikil hætta á að birginn sé ekki að reyna hámarka sinn hagnað, og þar með skattskyldu í háskattalandinu, enda stjórnendur birgjans skipaðir af eigendum verslunarinnar sem hagnast meiri á meiri hagnaði í versluninni en minni hjá birgjanum. Svo þá er armslengd búin til með því að neyða birgjann til þess að nota þekkt verð af markaði. Hann er neyddur til að hámarka eiginn hagnað en ekki heildarhagnað verslunarinnar og birgjans saman. Ef við snúum okkur nú að fjármálaráðherra og Bankasýslunni þá er það svo að fjármálaráðherra skipar stjórn bankasýslunnar. Stjórnin skipar svo forstjóra og þannig koll af kolli. Svo ef fjármálaráðherra skipar stjórnendur Bankasýslunnar og Bankasýslan vinnur svo eftir samþykktum og stefnum fjármálaráðherra, hvar er þá armslengdin? Hvernig er Bankasýslan að starfa alveg óháð fjármálaráðherra? Ég get ekki betur séð en að þetta sé tilfellið af eiganda verslunarinnar að stýra birgjanum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega einkennilegt, eitthver þarf að stýra. En það er þá líka eðlilegt að stjórnandinn axli ábyrgð þegar illa fer, enda er ekki að sjá neina armslengd þarna á milli sem fríar hann frá ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar. Í bókhaldi eru armslengdar viðskipti (e. Arm‘s length transaction) þau viðskipti sem eiga sér stað milli tveggja ótengdra aðila. Dæmi um slíkt væru viðskipti milli verslunar og birgja sem eru í eigu mismunandi aðila. Í slíkum viðskiptum eru báðir aðilar að reyna hámarka sinn hagnað og eru ekki háðir skipunum frá hinum aðilanum. Oft eiga sér þó stað viðskipti milli tengdra aðila, þ.e. sömu eigendur eiga báða aðila, þar sem það er mikilvægt (t.d. skattalega) að aðilarnir hegði viðskiptum sín á milli líkt og um tvo ótengda aðila væri að ræða. Í slíkum tilvikum er notast við svokallaðar armslengdar reglur, en þær sjá til þess að viðskipti á milli tengdra aðila séu gerð á eðlilegu markaðsverði. Ástæðan fyrir þessu er oftast að ef ekki eru notuð slík armslengdar verð þá getur t.d. birgi í háskattalandi selt verslun í lágskattalandi vörur á sérkennilega lágu verði. Þannig myndi eigandinn, sem á bæði verslunina og birgjann, lækka heildar skattbyrði sína með því að myndi hærri hagnað í lágskattalandinu en lægri í háskattalandinu. Hér er lykilatriði að skilja að birgjanum er ekki treyst til þess að stýra verðum til verslunarinnar sjálfum. Það er of mikil hætta á að birginn sé ekki að reyna hámarka sinn hagnað, og þar með skattskyldu í háskattalandinu, enda stjórnendur birgjans skipaðir af eigendum verslunarinnar sem hagnast meiri á meiri hagnaði í versluninni en minni hjá birgjanum. Svo þá er armslengd búin til með því að neyða birgjann til þess að nota þekkt verð af markaði. Hann er neyddur til að hámarka eiginn hagnað en ekki heildarhagnað verslunarinnar og birgjans saman. Ef við snúum okkur nú að fjármálaráðherra og Bankasýslunni þá er það svo að fjármálaráðherra skipar stjórn bankasýslunnar. Stjórnin skipar svo forstjóra og þannig koll af kolli. Svo ef fjármálaráðherra skipar stjórnendur Bankasýslunnar og Bankasýslan vinnur svo eftir samþykktum og stefnum fjármálaráðherra, hvar er þá armslengdin? Hvernig er Bankasýslan að starfa alveg óháð fjármálaráðherra? Ég get ekki betur séð en að þetta sé tilfellið af eiganda verslunarinnar að stýra birgjanum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega einkennilegt, eitthver þarf að stýra. En það er þá líka eðlilegt að stjórnandinn axli ábyrgð þegar illa fer, enda er ekki að sjá neina armslengd þarna á milli sem fríar hann frá ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun