Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. apríl 2022 06:35 Úkraínskur öryggisvörður hleypur af stað eftir að hafa heyrt sprengingar í Kænugarði. AP/Emilio Morenatti Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira