Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2022 14:22 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“ Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00
Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00
Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31