Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 26. apríl 2022 22:29 Finnur Freyr er kominn með sína menn í úrslit. Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum. Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
„Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum.
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56