Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 26. apríl 2022 22:29 Finnur Freyr er kominn með sína menn í úrslit. Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum. Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
„Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum.
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56