Þetta er spurning um traust Alexandra Briem skrifar 27. apríl 2022 08:01 Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki? Eftir hrunið fór traust á stofnunum samfélagsins alveg niður í botn. Sumum þykir það miður, en í raun er það bara sanngjarnt. Fólk upplifði sig svikið. Og mörgum í stjórnmálum hefur verið tíðrætt um að auka traustið aftur. Til að mynda var það ein af áherslum fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 að auka traust aftur á alþingi. Því miður virðist samt sem mörgum í stjórnmálum finnist vandamálið ekki felast í neinu sem þau gera, eða gera ekki, heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um að kjósendur eigi að rembast betur við að treysta þeim út í bláinn. Og einhvern veginn lendum við alltaf aftur og aftur með sömu fréttirnar. Klúður í sölu bankanna, vildarvinir fá að kaupa sameiginlegar eignir okkar á afslætti, sama hvað almenningi kann að finnast. Þetta er nákvæmlega sama spillingin og þegar kvótinn var afhentur útgerðunum og framsal á honum leyft. Sama spillingin og þegar bankarnir voru einkavæddir í fyrra skiptið, sama spillingin og þegar Borgun var seld. Og fólki finnst orðið nóg um. Ég hef heyrt fólk tala um að það virðist vera alveg sama hvað það geri eða hvað það kjósi, það breytist ekkert. En það er ekki satt. Það breytist ekkert meðan við kjósum flokkana sem standa að spillingunni, eða flokkana sem styðja þá til valda. Í ljósi sögunnar er einfaldlega ómögulegt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir opinberu fé, eða umsýslu með eigur almennings, a.m.k. ekki fyrr en þau fara í gagngera naflaskoðun og endurnýjun. Og þetta skiptir ekki bara máli á landsvísu. Í Reykjavík hefur Sjáflstæðisflokkurinn barist ötullega fyrir aukinni einkavæðingu og sölu á eignum og innviðum borgarinnar. Hvort sem er um að ræða íbúðir félagsbústaða, Malbikunarstöðina Höfða eða Orkuveitu Reykjavíkur. Og sitt kann hverjum að sýnast um það. Ég vil ekki fækka eignum félagsbústaða, en út af fyrir sig er ég ekki hart á móti því að einhver leið sé til fyrir leigjendur þar að eignast íbúðirnar sínar, en ég treysti ekki hverjum sem er til að útfæra slíka leið þannig að það leiði ekki til fækkunar íbúða. Mér finnst það út af fyrir sig varhugavert að hið opinbera sé í samkeppnisrekstri, eins og með malbikunarstöðinni, þó mögulega sé það nauðsynlegt í miklu fákeppnisumhverfi, en ég treysti ekki hverjum sem er til að selja slíka eign. Orkuveita Reykjavíkur, og þá sérstaklega ljósleiðarainnviðir, sem eru í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, er ekki eitthvað sem á að einkavæða. Ég trúi því að það sé mjög mikilvægt að slíkir innviðir séu reknir af hinu opinbera, þó svo netþjónustan um þá geti verið á samkeppnismarkaði. Það er einfaldlega náttúruleg einokun á því sviði og hættulegt að eitthvað tiltekið einkafyrirtæki stýri því og geti beitt grunnkerfum á samkeppnishamlandi máta. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt til að þessir grunninnviðir séu seldir. Það má alls ekki gerast, og síst af öllum myndi ég treysta þeim til þess að selja þessa innviði. Og það er þetta sem kosningar snúast um. Við erum mörg hver sammála um stórar línur, hluti sem fólk bara almennt vill, betri þjónustu, fleiri leikskólapláss. Kannski gengur einhverjum betur en öðrum, kannski eru einhver okkar með betri plön. En það eru stór atriði sem skilja okkur að. Atriði eins og hvort við ætlum að selja sameiginlegar eignir, og þá hverjum eða hvers vegna. Píratar trúa því að traust sé náttúruleg afleiðing þess hvernig við högum okkur. Við viljum að almenningur sé vel upplýstur og gagnrýninn. En til þess að geta búið til raunverulegt traust, þá þurfa ákvarðanir og ferlar að vera gegnsæ, það þarf að vera ljóst hvar ábyrgð liggur, og það þarf að taka á vandamálum sem koma upp með trúverðugum hætti. Það þarf að vera samráð við fólk, fólk þarf að upplifa hlutdeild í ákvarðanatöku, og það þarf að vera endurgjöf. Það verður að byggja upp traust. Og það getur tekið tíma. Við höfum brugðist við af festu þegar upp koma erfið mál. Við höfum farið í róttækar breytingar á skipulagi borgarinnar og aukið gagnsæi. Við höfum eflt íbúaráðin og samráðsvettvanga og við höfum stóreflt upplýsingaflæði um starfsemi borgarinnar. Við erum búin að vinna og staðfesta nýja lýðræðisstefnu þar sem samráð við borgarbúa er stóreflt með spennandi nýjum leiðum, svo sem íbúadómnefnd og borgaraþing. Við erum ekki á vegum neinna sérhagsmuna. Við stundum heiðarleg stjórnmál og við höfum sýnt að við stöndum í lappirnar. Kjósum það sem við getum treyst. Höfundur er á öðru sæti lista Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Píratar Alexandra Briem Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta kosningar að snúast um traust. Hverjum treystum við til að fara með sameiginlegt vald og hugsa um sameiginlegar eignir okkar, og hverjum ekki? Eftir hrunið fór traust á stofnunum samfélagsins alveg niður í botn. Sumum þykir það miður, en í raun er það bara sanngjarnt. Fólk upplifði sig svikið. Og mörgum í stjórnmálum hefur verið tíðrætt um að auka traustið aftur. Til að mynda var það ein af áherslum fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017 að auka traust aftur á alþingi. Því miður virðist samt sem mörgum í stjórnmálum finnist vandamálið ekki felast í neinu sem þau gera, eða gera ekki, heldur sé þetta fyrst og fremst spurning um að kjósendur eigi að rembast betur við að treysta þeim út í bláinn. Og einhvern veginn lendum við alltaf aftur og aftur með sömu fréttirnar. Klúður í sölu bankanna, vildarvinir fá að kaupa sameiginlegar eignir okkar á afslætti, sama hvað almenningi kann að finnast. Þetta er nákvæmlega sama spillingin og þegar kvótinn var afhentur útgerðunum og framsal á honum leyft. Sama spillingin og þegar bankarnir voru einkavæddir í fyrra skiptið, sama spillingin og þegar Borgun var seld. Og fólki finnst orðið nóg um. Ég hef heyrt fólk tala um að það virðist vera alveg sama hvað það geri eða hvað það kjósi, það breytist ekkert. En það er ekki satt. Það breytist ekkert meðan við kjósum flokkana sem standa að spillingunni, eða flokkana sem styðja þá til valda. Í ljósi sögunnar er einfaldlega ómögulegt að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir opinberu fé, eða umsýslu með eigur almennings, a.m.k. ekki fyrr en þau fara í gagngera naflaskoðun og endurnýjun. Og þetta skiptir ekki bara máli á landsvísu. Í Reykjavík hefur Sjáflstæðisflokkurinn barist ötullega fyrir aukinni einkavæðingu og sölu á eignum og innviðum borgarinnar. Hvort sem er um að ræða íbúðir félagsbústaða, Malbikunarstöðina Höfða eða Orkuveitu Reykjavíkur. Og sitt kann hverjum að sýnast um það. Ég vil ekki fækka eignum félagsbústaða, en út af fyrir sig er ég ekki hart á móti því að einhver leið sé til fyrir leigjendur þar að eignast íbúðirnar sínar, en ég treysti ekki hverjum sem er til að útfæra slíka leið þannig að það leiði ekki til fækkunar íbúða. Mér finnst það út af fyrir sig varhugavert að hið opinbera sé í samkeppnisrekstri, eins og með malbikunarstöðinni, þó mögulega sé það nauðsynlegt í miklu fákeppnisumhverfi, en ég treysti ekki hverjum sem er til að selja slíka eign. Orkuveita Reykjavíkur, og þá sérstaklega ljósleiðarainnviðir, sem eru í dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, er ekki eitthvað sem á að einkavæða. Ég trúi því að það sé mjög mikilvægt að slíkir innviðir séu reknir af hinu opinbera, þó svo netþjónustan um þá geti verið á samkeppnismarkaði. Það er einfaldlega náttúruleg einokun á því sviði og hættulegt að eitthvað tiltekið einkafyrirtæki stýri því og geti beitt grunnkerfum á samkeppnishamlandi máta. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt til að þessir grunninnviðir séu seldir. Það má alls ekki gerast, og síst af öllum myndi ég treysta þeim til þess að selja þessa innviði. Og það er þetta sem kosningar snúast um. Við erum mörg hver sammála um stórar línur, hluti sem fólk bara almennt vill, betri þjónustu, fleiri leikskólapláss. Kannski gengur einhverjum betur en öðrum, kannski eru einhver okkar með betri plön. En það eru stór atriði sem skilja okkur að. Atriði eins og hvort við ætlum að selja sameiginlegar eignir, og þá hverjum eða hvers vegna. Píratar trúa því að traust sé náttúruleg afleiðing þess hvernig við högum okkur. Við viljum að almenningur sé vel upplýstur og gagnrýninn. En til þess að geta búið til raunverulegt traust, þá þurfa ákvarðanir og ferlar að vera gegnsæ, það þarf að vera ljóst hvar ábyrgð liggur, og það þarf að taka á vandamálum sem koma upp með trúverðugum hætti. Það þarf að vera samráð við fólk, fólk þarf að upplifa hlutdeild í ákvarðanatöku, og það þarf að vera endurgjöf. Það verður að byggja upp traust. Og það getur tekið tíma. Við höfum brugðist við af festu þegar upp koma erfið mál. Við höfum farið í róttækar breytingar á skipulagi borgarinnar og aukið gagnsæi. Við höfum eflt íbúaráðin og samráðsvettvanga og við höfum stóreflt upplýsingaflæði um starfsemi borgarinnar. Við erum búin að vinna og staðfesta nýja lýðræðisstefnu þar sem samráð við borgarbúa er stóreflt með spennandi nýjum leiðum, svo sem íbúadómnefnd og borgaraþing. Við erum ekki á vegum neinna sérhagsmuna. Við stundum heiðarleg stjórnmál og við höfum sýnt að við stöndum í lappirnar. Kjósum það sem við getum treyst. Höfundur er á öðru sæti lista Pírata í Reykjavík.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun