Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:20 Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddi stríðið í Úkraínu við Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Moskvu í dag. AP/Maxim Shipenkov Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52
„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01
Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52