Vaktin: Öryggisráð Moldóvu kallað saman vegna árása í Transnistríu Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. apríl 2022 06:48 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Michael Probst Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Moldóva Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira