Jón Þór: Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur Sverrir Mar Smárason skrifar 24. apríl 2022 20:50 Jón Þór Hauksson, þjálfari íA, og Oliver Stefánsson. ÍA Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega ánægður með öflugan 3-0 sigur sinna manna gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli á Akranesi. „Virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur. Við töluðum um það að það voru kaflar í Stjörnuleiknum, bæði fyrsti kaflinn í fyrri hálfleik og svo fyrsti kaflinn í seinni hálfleik sem við ætluðum að laga í þessum leik. Mér finnst liðsheildin, liðsframmistaðan og samheldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik núna. Við hefðum mögulega getað notað 2-3 vikur í viðbót í aðdraganda þessa móts til að aðeins að gela menn saman. Mikið af nýjum leikmönnum og nýr þjálfari. Menn virkilega þjöppuðu sér saman og áttu frábæran leik hérna í dag,“ sagði Jón Þór. Skagamönnum hefur ekki verið spáð í efri hluta deildarinnar af mörgum spekingum, sérstaklega eftir slæmt gengi lengst af á tímabilinu í fyrra. Jón Þór segir liðið þurfa að vinna sig inn í mótið og einbeita sér að því að laga ýmsa galla. „Eins og við töluðum um að þá ætlum við að vinna okkur inn í mótið. Það er ekkert leyndarmál að við verðum að þétta okkur og liðið auðvitað fékk mikið af mörkum á sig í fyrra. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við þurfum að byrja á byrjuninni, leggja grunninn áður en við förum í spariskóna. Það var ljóst að í upphafi þessarar leiktíðar þá færum við rólega inn í mótið, reyndum að safna stigum og þétta liðið. Það er fyrsta markmið á dagskrá og síðan bara tökum við þetta þaðan. Við finnum taktinn inn í leikina og inn í mótið. Það er það eina sem við getum gert og svo þegar líður á mótið þá vonandi finnum við betri og betri takt,“ sagði Jón Þór. Oliver Stefánsson, Skagamaðurinn ungi sem kom meiddur heim frá Norrköping í Svíþjóð í vetur, spilaði frábærlega í dag sem og gegn Stjörnunni en athygli vakti að hann spilaði allan leikinn í dag eftir að hafa aðeins spilað fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Jón Þór var ánægður með Oliver og þarf að róa styrktarþjálfara Olivers. „Ég þarf að tala við Kjartan Guðbrands, hans þjálfara, og þarf að róa hann aðeins niður eftir þennan leik. Það var vissulega planið að spila Oliver í gang. Hann spilaði á Samsung vellinum sinn fyrsta keppnisleik í þrjú ár. Auðvitað þurfum við að fara varlega með hann en hann átti frábæran leik á Samsung og aftur hérna í dag. Við ætluðum að taka fyrri hálfleikinn og sjá svo til. Síðan var þetta bara þannig að hann hefði þurft að skríða hérna útaf, við vorum aldrei að fara að taka hann útaf. Hann lokaði algjörlega hjartanu hjá okkur og miðjunni í þessum leik og var frábær eins og félagar hans með honum,“ sagði Jón Þór að lokum um Oliver. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
„Virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur. Við töluðum um það að það voru kaflar í Stjörnuleiknum, bæði fyrsti kaflinn í fyrri hálfleik og svo fyrsti kaflinn í seinni hálfleik sem við ætluðum að laga í þessum leik. Mér finnst liðsheildin, liðsframmistaðan og samheldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik núna. Við hefðum mögulega getað notað 2-3 vikur í viðbót í aðdraganda þessa móts til að aðeins að gela menn saman. Mikið af nýjum leikmönnum og nýr þjálfari. Menn virkilega þjöppuðu sér saman og áttu frábæran leik hérna í dag,“ sagði Jón Þór. Skagamönnum hefur ekki verið spáð í efri hluta deildarinnar af mörgum spekingum, sérstaklega eftir slæmt gengi lengst af á tímabilinu í fyrra. Jón Þór segir liðið þurfa að vinna sig inn í mótið og einbeita sér að því að laga ýmsa galla. „Eins og við töluðum um að þá ætlum við að vinna okkur inn í mótið. Það er ekkert leyndarmál að við verðum að þétta okkur og liðið auðvitað fékk mikið af mörkum á sig í fyrra. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við þurfum að byrja á byrjuninni, leggja grunninn áður en við förum í spariskóna. Það var ljóst að í upphafi þessarar leiktíðar þá færum við rólega inn í mótið, reyndum að safna stigum og þétta liðið. Það er fyrsta markmið á dagskrá og síðan bara tökum við þetta þaðan. Við finnum taktinn inn í leikina og inn í mótið. Það er það eina sem við getum gert og svo þegar líður á mótið þá vonandi finnum við betri og betri takt,“ sagði Jón Þór. Oliver Stefánsson, Skagamaðurinn ungi sem kom meiddur heim frá Norrköping í Svíþjóð í vetur, spilaði frábærlega í dag sem og gegn Stjörnunni en athygli vakti að hann spilaði allan leikinn í dag eftir að hafa aðeins spilað fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Jón Þór var ánægður með Oliver og þarf að róa styrktarþjálfara Olivers. „Ég þarf að tala við Kjartan Guðbrands, hans þjálfara, og þarf að róa hann aðeins niður eftir þennan leik. Það var vissulega planið að spila Oliver í gang. Hann spilaði á Samsung vellinum sinn fyrsta keppnisleik í þrjú ár. Auðvitað þurfum við að fara varlega með hann en hann átti frábæran leik á Samsung og aftur hérna í dag. Við ætluðum að taka fyrri hálfleikinn og sjá svo til. Síðan var þetta bara þannig að hann hefði þurft að skríða hérna útaf, við vorum aldrei að fara að taka hann útaf. Hann lokaði algjörlega hjartanu hjá okkur og miðjunni í þessum leik og var frábær eins og félagar hans með honum,“ sagði Jón Þór að lokum um Oliver.
Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50