Stígur fram vegna máls sonar síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2022 15:38 Claudia Ashanie Wilson, lögmaður og móðir. Vísir/Stína Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Rætt verður við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú. Claudia var í bakaríi í Mjóddinni með syni sínum að morgni sumardagsins fyrsta þegar lögregluþjónar, ásamt sérsveitarmönnum að hennar sögn, mættu til að fylgja eftir ábendingu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama, strokufanga. Lögregla hafði þá fengið ábendingu um að Gabríel væri mögulega í bakaríinu en þar reyndist vera sonur Claudiu. Þetta var í annað sinn sem lögregla og sérsveit höfðu afskipti af syni hennar vegna leitarinnar, í fyrra skiptið í strætó daginn áður. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia þegar hún er beðin um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hennar þegar hringt var í hana og hún látin vita að sérsveitin hefði vitjað sonar hennar í fyrsta skiptið. Alvarleg mistök hafi orðið Claudia kveðst skilja að lögregla þurfi að sinna vinnu sinni. En margt hefði mátt gera til þess að koma í veg fyrir að sérsveitin væri send á saklausan son hennar og það sé eðlilegt að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Hún finni fyrir miklu vantrausti í garð lögreglu af hálfu fólks af erlendum uppruna, einkum ungmenna. Þetta verði að fyrirbyggja. „Til dæmis að umboðsmaður barna fari í frumkvæðisathugun á verkferlum lögreglu þegar kemur að samskiptum og afskiptum af einstaklingum af erlendum uppruna, sérstaklega ungmennum og börnum. Og athuga hvort það sé í samræmi við barnasáttmálann.“ Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Claudia var í bakaríi í Mjóddinni með syni sínum að morgni sumardagsins fyrsta þegar lögregluþjónar, ásamt sérsveitarmönnum að hennar sögn, mættu til að fylgja eftir ábendingu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama, strokufanga. Lögregla hafði þá fengið ábendingu um að Gabríel væri mögulega í bakaríinu en þar reyndist vera sonur Claudiu. Þetta var í annað sinn sem lögregla og sérsveit höfðu afskipti af syni hennar vegna leitarinnar, í fyrra skiptið í strætó daginn áður. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi en ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia þegar hún er beðin um að lýsa því hvað fór í gegnum huga hennar þegar hringt var í hana og hún látin vita að sérsveitin hefði vitjað sonar hennar í fyrsta skiptið. Alvarleg mistök hafi orðið Claudia kveðst skilja að lögregla þurfi að sinna vinnu sinni. En margt hefði mátt gera til þess að koma í veg fyrir að sérsveitin væri send á saklausan son hennar og það sé eðlilegt að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Hún finni fyrir miklu vantrausti í garð lögreglu af hálfu fólks af erlendum uppruna, einkum ungmenna. Þetta verði að fyrirbyggja. „Til dæmis að umboðsmaður barna fari í frumkvæðisathugun á verkferlum lögreglu þegar kemur að samskiptum og afskiptum af einstaklingum af erlendum uppruna, sérstaklega ungmennum og börnum. Og athuga hvort það sé í samræmi við barnasáttmálann.“ Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13
Hafnar því að rasismi grasseri innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af máli strokufanga í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar við leitina. Hann hafnar því að viðbrögðin hafi grundvallast á rasisma. 22. apríl 2022 13:33
Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58