Á útleið eftir aldarfjórðung í JL-húsinu: Vilja selja rýmið undir fallegar íbúðir með svölum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 07:00 Nokkur fyrirtæki hafa reynt fyrir sér í JL-húsinu síðustu árin án mikils árangurs. vísir/vilhelm Húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík, sem er eina starfsemin sem eftir er í JL-húsinu í Vesturbænum, hefur verið sett á sölu. Skólastjórinn hefur fengið staðfestingu frá borginni um að byggja megi íbúðir í húsinu sem hefur hingað til verið notað undir ýmiskonar rekstur. Margir hafa sýnt þessum möguleika áhuga. Þetta risastóra og sögufræga húsnæði í Vesturbænum hefur að mestu leyti staðið autt síðustu mánuði. Þar hefur verið alls konar starfsemi síðustu ár sem hefur eiginlega öll farið á hausinn. Ein stofnun hefur þó staðið keik; Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur verið með starfsemi í húsinu í tæpan aldarfjórðung. En hann hefur núna sett allan sinn húsakost á annarri og þriðju hæð á sölu og er að leita sér að nýjum stað til frambúðar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: „Þetta er eitt af því sem er auglýst til sölu á netinu. Það er húsnæði skólans hérna. Þetta er bara eiginlega orðið of lítið fyrir okkur og við þurfum bara að reyna að finna okkur annað hentugra húsnæði,“ segir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort breyta megi húsinu í íbúðarhúsnæði.vísir/ívar Allt á hausinn Hæðir hússins eru fimm. Myndlistaskólinn á annarri og þriðju hæð en hinar standa tómar. Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitingastaðir og barir reynt að festa rætur án mikils árangurs. Bæði hótel og farfuglaheimili hafa þá reynt fyrir sér að efstu hæðunum en bæði farið á hausinn. Nei, það hefur ekki gengið sérlega vel að halda úti rekstri í JL-húsinu. „Við erum svona fasti punkturinn. Við höfum verið hérna síðan 1998. En svona síðustu sex, sjö árin það hefur verið frekar erfitt fyrir marga hérna,“ segir Áslaug. Og einmitt þess vegna eru nú uppi hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í íbúðarhús. Svalir á allan norðausturhlutann Áslaug segist hafa fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nýta rýmið undir íbúðir og sendi þvífyrirspurn á skipulagsfulltrúa borgarinnar um málið. Hann tók vel í það. „Ég held það væri bara frábært. Ég hugsa að þetta gætu bara orðið mjög góðar og fallegar íbúðir,“ segir Áslaug. Útsýnið er enda prýðilegt úr húsinu, sem Áslaug telur að verði innan nokkurra ára komið með svalir utan á alla norðausturhliðina. „Ég held að það skipti náttúrulega höfuðmáli ef þú ætlar að breyta þessu í íbúð þá sé það - að það megi setja svalir,“ segir Áslaug. Þetta er í lagi samkvæmt borginni og hver veit því nema hægt verði að kaupa sér nýuppgerða íbúð á annarri eða þriðju hæð JL-hússins á næstunni. Bankinn á hinar hæðirnar Fjárfestingafélagið JL Holding átti alla fyrstu hæðina og þá fjórðu og fimmtu en í nýlegu uppgjöri félagsins við Íslandsbanka féll húsnæðið í hendur bankans. Afsalið er enn ekki komið í hendur bankans en hann bíður eftir því og segist í samtali við fréttastofu enn ekki búinn að taka ákvörðun um hvað gera eigi við húsið. Bankinn útilokar þó alls ekki að þar verði byggðar íbúðir. Reykjavík Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Þetta risastóra og sögufræga húsnæði í Vesturbænum hefur að mestu leyti staðið autt síðustu mánuði. Þar hefur verið alls konar starfsemi síðustu ár sem hefur eiginlega öll farið á hausinn. Ein stofnun hefur þó staðið keik; Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur verið með starfsemi í húsinu í tæpan aldarfjórðung. En hann hefur núna sett allan sinn húsakost á annarri og þriðju hæð á sölu og er að leita sér að nýjum stað til frambúðar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: „Þetta er eitt af því sem er auglýst til sölu á netinu. Það er húsnæði skólans hérna. Þetta er bara eiginlega orðið of lítið fyrir okkur og við þurfum bara að reyna að finna okkur annað hentugra húsnæði,“ segir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort breyta megi húsinu í íbúðarhúsnæði.vísir/ívar Allt á hausinn Hæðir hússins eru fimm. Myndlistaskólinn á annarri og þriðju hæð en hinar standa tómar. Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitingastaðir og barir reynt að festa rætur án mikils árangurs. Bæði hótel og farfuglaheimili hafa þá reynt fyrir sér að efstu hæðunum en bæði farið á hausinn. Nei, það hefur ekki gengið sérlega vel að halda úti rekstri í JL-húsinu. „Við erum svona fasti punkturinn. Við höfum verið hérna síðan 1998. En svona síðustu sex, sjö árin það hefur verið frekar erfitt fyrir marga hérna,“ segir Áslaug. Og einmitt þess vegna eru nú uppi hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í íbúðarhús. Svalir á allan norðausturhlutann Áslaug segist hafa fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nýta rýmið undir íbúðir og sendi þvífyrirspurn á skipulagsfulltrúa borgarinnar um málið. Hann tók vel í það. „Ég held það væri bara frábært. Ég hugsa að þetta gætu bara orðið mjög góðar og fallegar íbúðir,“ segir Áslaug. Útsýnið er enda prýðilegt úr húsinu, sem Áslaug telur að verði innan nokkurra ára komið með svalir utan á alla norðausturhliðina. „Ég held að það skipti náttúrulega höfuðmáli ef þú ætlar að breyta þessu í íbúð þá sé það - að það megi setja svalir,“ segir Áslaug. Þetta er í lagi samkvæmt borginni og hver veit því nema hægt verði að kaupa sér nýuppgerða íbúð á annarri eða þriðju hæð JL-hússins á næstunni. Bankinn á hinar hæðirnar Fjárfestingafélagið JL Holding átti alla fyrstu hæðina og þá fjórðu og fimmtu en í nýlegu uppgjöri félagsins við Íslandsbanka féll húsnæðið í hendur bankans. Afsalið er enn ekki komið í hendur bankans en hann bíður eftir því og segist í samtali við fréttastofu enn ekki búinn að taka ákvörðun um hvað gera eigi við húsið. Bankinn útilokar þó alls ekki að þar verði byggðar íbúðir.
Reykjavík Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Bugugðu foreldrarnir mæti þegar þau sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Sjá meira
Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00