Hífa vélina upp í skrefum og vona að aðgerðum ljúki í kvöld Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. apríl 2022 12:03 Á sjötta tug viðbragðsaðila eru nú á svæðinu. Vísir/Vilhelm Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum. Vonir eru bundnar við að aðgerðum verði lokið um kvöldmatarleytið. Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“ Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“
Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31
Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30
Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46