Hífa vélina upp í skrefum og vona að aðgerðum ljúki í kvöld Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. apríl 2022 12:03 Á sjötta tug viðbragðsaðila eru nú á svæðinu. Vísir/Vilhelm Flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum. Vonir eru bundnar við að aðgerðum verði lokið um kvöldmatarleytið. Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“ Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu. Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðstæður góðar í dag og er búið að koma upp tjaldbúðum á landi vegna aðgerðanna. „Við erum búin að halda verkfund og fara yfir ferla dagsins og nú eru bara allir að fara í sitt. Seinni pramminn fer örugglega að leggja af stað á hverri stundu út í vatnið, kafarar eru að fara í búninga og allt bara að verða klárt til þess að hefja fyrsta skrefið,“ segir Rúnar. Myndskeið af undirbúningnum í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Rafeindabúnaður fjarlægður og sendur til rannsóknar Aðgerðir í dag verða í nokkrum skrefum en til að byrja með þarf að stilla prammana á vatninu þannig að þeir liggi beint yfir vélinni. Því næst fara kafarar niður með línu til að festa í vélina. „Svo er hún hífð upp mjög rólega og þegar að það er búið þá er siglt með hana í land. Þegar það er komið með hana að landi, svona einhverja fimmtán metra frá, þá er hún tekin frá prammanum og sett í stóran krana. Þá er tekinn úr henni rafeindarbúnaður og þegar það er búið þá er hún hífð upp á land,“ segir Rúnar. Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm „Allt þetta vonum við að verði búið um kvöldmat, ef allt gengur að óskum,“ segir hann enn fremur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur því næst við vélinni og verður rafeindabúnaðurinn um borð sendur til rannsóknar. Á sjötta tug viðbragðsaðila eru á staðnum í dag og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig til taks. Þannig ætti allt að ganga smurt fyrir sig. Þannig þið bindið bara vonir við að þetta gangi allt vel í dag? „Já við ætlum ekkert annað.“
Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31 Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30 Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar. 21. apríl 2022 15:31
Stefnt að því að hífa TF-ABB af botni Þingvallavatns á föstudaginn Stefnt er að því að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni næstkomandi föstudag. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 20. apríl 2022 12:30
Kertafleyting og oddaflug til minningar um Harald AOPA á Íslandi, hagsmunafélag flugmanna- og flugvélaeigenda á Íslandi, stóð fyrir minningarathöfn um flugmanninn Harald Diego í gær við Þingvallavatn. 13. apríl 2022 13:46