Hannes þarf að gefa FIBA svör um þjóðarhöll fyrir mánaðarmót Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 23:16 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, þarf að gefa FIBA svar um þjóðarhöll á Íslandi innan tíu daga. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir að hann þurfi að gefa Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA svar um gang mála um þjóðarhöll hér á landi innan tíu daga. Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“ Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira