Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Fanndís Birna Logadóttir og Árni Sæberg skrifa 21. apríl 2022 21:45 Af gervihnattamyndum að dæma skiptist fjöldagröfin upp í fjóra hluta, hver þeirra um 85 metrar að lengd. AP/Maxar Technologies Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Í færslu á Telegram hefur borgarráðið í Mariupol það eftir borgarstjóranum að Pútín sé nú að tortíma Úkraínumönnum líkt og Hitler gerði við gyðinga og fleiri í seinni heimsstyrjöldinni. „Þetta krefst sterkra viðbragða frá öllum heiminum. Við þurfum að stöðva þjóðarmorðið með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol. NEW: Satellite imagery reveals a mass grave site about 12 miles west of Ukraine's besieged city of Mariupol. Russian soldiers have been reportedly taking the bodies of people killed in Mariupol to this site in Manhush, Ukraine that contains more than 200 graves. :@Maxar pic.twitter.com/SgHlwSXZsj— Jack Detsch (@JackDetsch) April 21, 2022 Pyotr Andyushchenko, aðstoðarmaður borgarstjóra Mariupol, segir að um sé að ræða stórar grafir en samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafði fengið frá borgurum hafi Rússar skipað borgurum að flytja mörg þúsund lík á staðinn. Gervihnattamyndir sem birtar voru í dag sýna stóra fjöldagröf á svæðinu en að því er kemur fram í frétt New York Times virðist fjöldagröfin skiptast í 300 grafir og virðast þær hafa verið grafnar á tveggja vikna tímabili milli mars og apríl. Líklega væri mest megnis um að ræða almenna borgara þar sem úkraínski herinn hefur unnið að því að sækja lík hermanna. Þá væri fjöldagröfin það stór að líklega hafi hún verið gerð fyrir Mariupol en ekki Manhush. Segjast hafa náð stjórn í Mariupol Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram og fer staðan sífellt versnandi í Mariupol. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að um 120 þúsund almennir borgarar væru fastir í borginni. Iryna Vereshchuk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir það ganga mjög hægt að koma fólki úr borginni. Sergei Shoigu, varnamálaráðherra Rússlands, sagði í yfirlýsingu í morgun að Rússar hafi náð Mariupol. Ástandið væri rólegt og verið væri að greiða brautina fyrir endurkomu óbreyttra borgara. Hann fullyrti enn fremur að tæplega fimmtán hundruð úkraínskir hermenn hafi þegar gefist upp í Mariupol. Vladímír Pútín Rússlandsforseti óskaði varnamálaráðherranum til hamingju með gott gengi í borginni. Pútín fyrirskipaði hersveitum sínum að stöðva innrás í Azovstal-verksmiðjuna, þar sem um eitt þúsund almennir borgarar hafa leitað skjóls, í morgun og sagði hermönnum að umkringja verksmiðjuna í staðinn. Umsátrið ætti að vera svo þétt að ekki einu sinni fluga gæti komist í gegn. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í dag að óljóst væri hvort fullyrðingar Rússa um yfirráð þeirra í Maríupol héldu vatni. Þá hvatti hann Rússlandsforseta til að tryggja að almennir borgarar kæmust frá borginni. „Í fyrsta lagi leikur vafi á því hvort hann ráði yfir Maríupól. Eitt vitum við með vissu um Maríupól. Honum ber að opna mannúðarhlið svo fólk sem dvelst í stálverinu og víðar sem er grafið undir rústum að komast út. Það myndi sérhver þjóðhöfðingi gera við slíkar kringumstæður. Engar vísbendingar sýna enn að Maríupól sé alfarið fallin,“ sagði Biden. Forsetinn tilkynnti jafnframt að Bandaríkin muni halda áfram hernaðaraðstoð sinni við Úkraínumenn. Þau muni verja átta hundruð milljónum dollara í hergögn sem send verða á átakasvæði í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. 20. apríl 2022 06:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Í færslu á Telegram hefur borgarráðið í Mariupol það eftir borgarstjóranum að Pútín sé nú að tortíma Úkraínumönnum líkt og Hitler gerði við gyðinga og fleiri í seinni heimsstyrjöldinni. „Þetta krefst sterkra viðbragða frá öllum heiminum. Við þurfum að stöðva þjóðarmorðið með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol. NEW: Satellite imagery reveals a mass grave site about 12 miles west of Ukraine's besieged city of Mariupol. Russian soldiers have been reportedly taking the bodies of people killed in Mariupol to this site in Manhush, Ukraine that contains more than 200 graves. :@Maxar pic.twitter.com/SgHlwSXZsj— Jack Detsch (@JackDetsch) April 21, 2022 Pyotr Andyushchenko, aðstoðarmaður borgarstjóra Mariupol, segir að um sé að ræða stórar grafir en samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafði fengið frá borgurum hafi Rússar skipað borgurum að flytja mörg þúsund lík á staðinn. Gervihnattamyndir sem birtar voru í dag sýna stóra fjöldagröf á svæðinu en að því er kemur fram í frétt New York Times virðist fjöldagröfin skiptast í 300 grafir og virðast þær hafa verið grafnar á tveggja vikna tímabili milli mars og apríl. Líklega væri mest megnis um að ræða almenna borgara þar sem úkraínski herinn hefur unnið að því að sækja lík hermanna. Þá væri fjöldagröfin það stór að líklega hafi hún verið gerð fyrir Mariupol en ekki Manhush. Segjast hafa náð stjórn í Mariupol Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram og fer staðan sífellt versnandi í Mariupol. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að um 120 þúsund almennir borgarar væru fastir í borginni. Iryna Vereshchuk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir það ganga mjög hægt að koma fólki úr borginni. Sergei Shoigu, varnamálaráðherra Rússlands, sagði í yfirlýsingu í morgun að Rússar hafi náð Mariupol. Ástandið væri rólegt og verið væri að greiða brautina fyrir endurkomu óbreyttra borgara. Hann fullyrti enn fremur að tæplega fimmtán hundruð úkraínskir hermenn hafi þegar gefist upp í Mariupol. Vladímír Pútín Rússlandsforseti óskaði varnamálaráðherranum til hamingju með gott gengi í borginni. Pútín fyrirskipaði hersveitum sínum að stöðva innrás í Azovstal-verksmiðjuna, þar sem um eitt þúsund almennir borgarar hafa leitað skjóls, í morgun og sagði hermönnum að umkringja verksmiðjuna í staðinn. Umsátrið ætti að vera svo þétt að ekki einu sinni fluga gæti komist í gegn. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í dag að óljóst væri hvort fullyrðingar Rússa um yfirráð þeirra í Maríupol héldu vatni. Þá hvatti hann Rússlandsforseta til að tryggja að almennir borgarar kæmust frá borginni. „Í fyrsta lagi leikur vafi á því hvort hann ráði yfir Maríupól. Eitt vitum við með vissu um Maríupól. Honum ber að opna mannúðarhlið svo fólk sem dvelst í stálverinu og víðar sem er grafið undir rústum að komast út. Það myndi sérhver þjóðhöfðingi gera við slíkar kringumstæður. Engar vísbendingar sýna enn að Maríupól sé alfarið fallin,“ sagði Biden. Forsetinn tilkynnti jafnframt að Bandaríkin muni halda áfram hernaðaraðstoð sinni við Úkraínumenn. Þau muni verja átta hundruð milljónum dollara í hergögn sem send verða á átakasvæði í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. 20. apríl 2022 06:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
„Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. 20. apríl 2022 06:55