Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 19:05 Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. Hinn tvítugi Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Sérsveitarmenn höfðu í tengslum við leitina í gær afskipti af sextán ára pilti alls ótengdum málinu í strætisvagni. Móðir piltsins sagði svo frá því í morgun að aftur hefði lögregla haft afskipti af syni hennar, í þetta sinn í Bakarameistaranum í Mjóddinni í Reykjavík. Myndbandi af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Þar sjást lögregluþjónar koma inn í bakaríið þar sem móðir piltsins tekur á móti þeim í uppnámi. Í öðru myndbandi sem fréttastofa hefur undir höndum sjást samskiptin betur og þar tekur lögregluþjónn undir með móðurinni; þau sjái strax að pilturinn sé ekki strokufanginn. Myndbandið sem komist hefur í dreifingu í dag má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Lögregla hefur í kjölfar atvikanna tveggja verið sökuð um kynþáttafordóma; svokallaða „kynþáttamiðaða löggæslu“ (e. racial profiling), þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Spurning hvort nauðsynlegt hafi verið að senda sérsveitina Þessu er Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, ekki endilega sammála. Lögregla sé þarna að bregðast við ábendingum borgara. „Kannski er þetta atvik eitt og sér ekki merki um einhvern rasisma í lögreglunni. En vegna þess að fólk sem er dökkt á hörund er enn í miklum minnihluta í Íslandi, og líka bara vegna þess að málið er þess eðlis, þá verður lögregla að sýna sérstaklega mikla varkárni í sínum aðgerðum þegar þau bregðast við ábendingum borgaranna.“ Þá blöskri henni kynþáttafordómarnir sem komið hafi fram í kommentakerfum í tengslum við leitina. Og hún setur spurningarmerki við aðgerðir sérsveitar. „Það bara vekur óhug. Hvort að þessar aðgerðir hafi ekki verið aðeins of miklar. Hvort það hafi þurft alla þessa sérsveitarmenn. En hvort þetta atvik sé merki um rasisma í lögreglunni, ekkert endilega, myndi ég segja,“ segir Margrét. Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Hinn tvítugi Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Sérsveitarmenn höfðu í tengslum við leitina í gær afskipti af sextán ára pilti alls ótengdum málinu í strætisvagni. Móðir piltsins sagði svo frá því í morgun að aftur hefði lögregla haft afskipti af syni hennar, í þetta sinn í Bakarameistaranum í Mjóddinni í Reykjavík. Myndbandi af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Þar sjást lögregluþjónar koma inn í bakaríið þar sem móðir piltsins tekur á móti þeim í uppnámi. Í öðru myndbandi sem fréttastofa hefur undir höndum sjást samskiptin betur og þar tekur lögregluþjónn undir með móðurinni; þau sjái strax að pilturinn sé ekki strokufanginn. Myndbandið sem komist hefur í dreifingu í dag má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Lögregla hefur í kjölfar atvikanna tveggja verið sökuð um kynþáttafordóma; svokallaða „kynþáttamiðaða löggæslu“ (e. racial profiling), þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Spurning hvort nauðsynlegt hafi verið að senda sérsveitina Þessu er Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, ekki endilega sammála. Lögregla sé þarna að bregðast við ábendingum borgara. „Kannski er þetta atvik eitt og sér ekki merki um einhvern rasisma í lögreglunni. En vegna þess að fólk sem er dökkt á hörund er enn í miklum minnihluta í Íslandi, og líka bara vegna þess að málið er þess eðlis, þá verður lögregla að sýna sérstaklega mikla varkárni í sínum aðgerðum þegar þau bregðast við ábendingum borgaranna.“ Þá blöskri henni kynþáttafordómarnir sem komið hafi fram í kommentakerfum í tengslum við leitina. Og hún setur spurningarmerki við aðgerðir sérsveitar. „Það bara vekur óhug. Hvort að þessar aðgerðir hafi ekki verið aðeins of miklar. Hvort það hafi þurft alla þessa sérsveitarmenn. En hvort þetta atvik sé merki um rasisma í lögreglunni, ekkert endilega, myndi ég segja,“ segir Margrét.
Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40
Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23
Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01