Vaktin: Pútín með líf íbúa Mariupol í sínum höndum Viktor Örn Ásgeirsson, Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 21. apríl 2022 07:42 Talið er að hundrað þúsund almennir borgarar séu enn í Mariupol en annar eins fjöldi hefur verið fluttur til Zaporizhzhia á síðustu vikum. AP/Leo Correa Borgarstjóri Mariupol segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta hafa líf íbúa Mariupol í sínum höndum. Úkraínskir hermenn berjast enn í borginni þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að borgin hafi verið frelsuð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volódímír Selenskí segir ástandið í Mariupol fara ört versnandi. Úkraínumenn vilja leggja meiri þunga í samningaviðræður við Rússa um borgina. Varnamálaráðherra Rússlands segir þá hafa náð yfirráðum yfir Mariupol að Azovstal stálverksmiðjunni undanskildri. Rússlandsforseti hefur ákveðið að stöðva árásina á verksmiðjuna en ríflega þúsund almennir borgarar eru innikróaðir í verksmiðjunni. Gervihnattamyndir virðast sýna ríflega 300 metra langa fjöldagröf við útjaðar Mariupol. Talið er að allt að níu þúsund lík séu þar. Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna segjast hafa veitt Úkraínumönnum styrk upp á 24 milljarða bandaríkjadala. Þeir kveðast tilbúnir að styrkja landið enn frekar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna í dag um viðbótarframlög til Úkraínu. Þar á meðal verði hernaðargögn önnur aðstoð. Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Selenskí Úkraínuforseti er bjartsýnn á að Úkraínumenn geti gengið í ESB með „ógnarhraða.“ Hann fundaði með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Vestrænar tölvuöryggisstofnanir vara við rússneskum tölvuárásum. Gert er ráð fyrir því að Rússar muni ráðast á fyrirtæki og lönd sem styðji Úkraínu. Vakt gærdagsins má finna hér.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volódímír Selenskí segir ástandið í Mariupol fara ört versnandi. Úkraínumenn vilja leggja meiri þunga í samningaviðræður við Rússa um borgina. Varnamálaráðherra Rússlands segir þá hafa náð yfirráðum yfir Mariupol að Azovstal stálverksmiðjunni undanskildri. Rússlandsforseti hefur ákveðið að stöðva árásina á verksmiðjuna en ríflega þúsund almennir borgarar eru innikróaðir í verksmiðjunni. Gervihnattamyndir virðast sýna ríflega 300 metra langa fjöldagröf við útjaðar Mariupol. Talið er að allt að níu þúsund lík séu þar. Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna segjast hafa veitt Úkraínumönnum styrk upp á 24 milljarða bandaríkjadala. Þeir kveðast tilbúnir að styrkja landið enn frekar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna í dag um viðbótarframlög til Úkraínu. Þar á meðal verði hernaðargögn önnur aðstoð. Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Selenskí Úkraínuforseti er bjartsýnn á að Úkraínumenn geti gengið í ESB með „ógnarhraða.“ Hann fundaði með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Vestrænar tölvuöryggisstofnanir vara við rússneskum tölvuárásum. Gert er ráð fyrir því að Rússar muni ráðast á fyrirtæki og lönd sem styðji Úkraínu. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira