Ætlar í hungurverkfall fyrir mikilvægasta leik tímabilsins Atli Arason skrifar 20. apríl 2022 18:01 Mark McGhee er knattspyrnustjóri Dundee FC Getty Images Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC, hefur gripið flestar fyrirsagnir bresku blaðanna síðasta sólarhring vegna afar óhefðbundins undirbúnings síns fyrir næsta leik liðsins. McGhee ætlar bæði að ofkæla og svelta sig fram til laugardags. Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC. Skoski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Dundee er á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er gegn St. Johnstone sem er einu sæti fyrir ofan Dundee með 30 stig en bæði lið eru í fallsæti. St. Mirren er svo í síðasta örugga sæti deildarinnar með 36 stig. Ef Dundee nær ekki sigri á laugardaginn þá eru vonir liðsins um að halda sér í deildinni svo gott sem horfnar. McGhee hefur því tekið upp á nýstárlegum undirbúningsaðferðum fyrir leikinn mikilvæga gegn St. Johnstone. „Það eru tveir hlutir sem ég ætla að gera í vikunni svo ég hafi allan hugann að því að sækja sigur í næsta leik. Annars vegar ætla ég ekki að borða neitt svo ég sé svangur allan tímann. Þegar velti fyrir mér af hverju ég er svona hungraður þá veit ég það sé vegna leiksins mikilvæga á laugardaginn,“ sagði McGhee við fjölmiðla í Bretlandi. „Hins vegar ætla ég að slökkva á öllum hitaveitum heima hjá mér svo það verði alltaf kalt. Svo spyr ég sjálfan mig, hvers vegna er mér kalt? Þá get ég svarað vegna leiksins á laugardag.“ McGhee segist ætla í þetta kulda- og hungurverkfall því það gæti sett enn meiri áherslu á mikilvægi leiksins á laugardaginn fyrir leikmönnum liðsins. „Við ætlum að velta öllum steinum. Þegar strákarnir hlaupa út á völlinn á laugardaginn þá ætlum við að geta sagt að við höfðum gert allt í okkar valdi til að undirbúa liðið í að sækja þrjú stig.“ Dundee hefur enn ekki unnið leik í skosku deildinni undir stjórn McGhee frá því að hann tók við í febrúar. Þessi margreyndi knattspyrnustjóri segist með þessu líka vera að reyna að gera eitthvað nýtt og halda út af vananum og í því skyni vitnar McGhee í orð Albert Einstein. „Við verðum að fá leikmennina til að hugsa hlutina upp á nýtt, að við megum ekki gera það sama. Eins og Einstein sagði, það er brjálæði að gera sömu hlutina aftur og aftur og búast við annari niðurstöðu,“ sagði Mark McGhee, knattspyrnustjóri Dundee FC.
Skoski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira