Þögn ríkir hjá FH um málefni Eggerts Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2022 09:32 Eggert Gunnþór Jónsson er með samning við FH sem gildir til loka keppnistímabilsins í október. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fundað var um stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH í Kaplakrika í gær vegna gagnrýni á veru hans í liði FH á sama tíma og embætti héraðssaksóknara er með mál hans til skoðunar. Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira