Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 20. apríl 2022 15:45 Úkraínskir hermenn ganga við ónýta brú í Irpin við Kænugarð. AP/Emilio Morenatti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira