Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2022 21:10 Frá Reykjanesi. Eldey sést sem lítill depill við sjóndeildarhringinn. Einar Árnason Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. Eftir meira en tveggja ára óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum hefur athyglin síðustu daga beinst að hafsvæðinu út af Reykjanestá og í kringum Eldey. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Það eru engar vísbendingar um að það séu kvikuhreyfingar, utan dálítið óvenjuleg skjálftavirkni. Það er ekki að sjá færslur á gps-mælingum, sem við höfum séð í hinum 5-6 kvikuinnskotunum, sem hafa verið síðan 2020. En það er líka mögulegt að þetta sé einfaldlega það lítið magn af kviku að það mælist ekki.“ Halldór tekur fram að í dag hafi komið í ljós að skringilegir skjálftar sem fram komu á mælum við Reykjanesvita reyndust stafa frá skurðgröfu sem var að skarka á svæðinu. Skjálftahrinan við Eldey er hins vegar raunveruleg, sem hefur vakið upp spurningar um líkur á neðansjávargosi. Eldey er talin hafa myndast í Reykjaneseldum á 13. öld.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega sviðsmynd sem er vert að taka mjög alvarlega. Það gaus þarna á þrettándu öld nokkrum sinnum í sjó. Og þá var aska sem lagðist meðal annars yfir höfuðborgarsvæðið og myndaði hið svokallaða miðaldalag, sem er notað heilmikið í fornleifafræði til aldursgreininga hérna. Ef slíkur atburður myndi endurtaka sig, þá væri það eitthvað sem höfuðborgarbúar myndu klárlega taka eftir.“ Halldór segir marga hallast að því að nýtt virknitímabil sé hafið á Reykjanesskaga. „Þá gæti í sjálfu sér komið upp gos á ýmsum stöðum. Þannig að það er bara um að gera að fylgjast með og sjá hvað er að gerast,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Eftir meira en tveggja ára óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum hefur athyglin síðustu daga beinst að hafsvæðinu út af Reykjanestá og í kringum Eldey. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Það eru engar vísbendingar um að það séu kvikuhreyfingar, utan dálítið óvenjuleg skjálftavirkni. Það er ekki að sjá færslur á gps-mælingum, sem við höfum séð í hinum 5-6 kvikuinnskotunum, sem hafa verið síðan 2020. En það er líka mögulegt að þetta sé einfaldlega það lítið magn af kviku að það mælist ekki.“ Halldór tekur fram að í dag hafi komið í ljós að skringilegir skjálftar sem fram komu á mælum við Reykjanesvita reyndust stafa frá skurðgröfu sem var að skarka á svæðinu. Skjálftahrinan við Eldey er hins vegar raunveruleg, sem hefur vakið upp spurningar um líkur á neðansjávargosi. Eldey er talin hafa myndast í Reykjaneseldum á 13. öld.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega sviðsmynd sem er vert að taka mjög alvarlega. Það gaus þarna á þrettándu öld nokkrum sinnum í sjó. Og þá var aska sem lagðist meðal annars yfir höfuðborgarsvæðið og myndaði hið svokallaða miðaldalag, sem er notað heilmikið í fornleifafræði til aldursgreininga hérna. Ef slíkur atburður myndi endurtaka sig, þá væri það eitthvað sem höfuðborgarbúar myndu klárlega taka eftir.“ Halldór segir marga hallast að því að nýtt virknitímabil sé hafið á Reykjanesskaga. „Þá gæti í sjálfu sér komið upp gos á ýmsum stöðum. Þannig að það er bara um að gera að fylgjast með og sjá hvað er að gerast,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52
Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51