Steven Lennon gerði sér lítið fyrir og kom FH yfir þegar Besta deildin var varla farin af stað. Leikurinn var mjög fjörugur í fyrri hálfleik og áttu Víkingar nokkur hættuleg færi áður en ungstirnið Ari Sigurpálsson jafnaði metin með góðu skoti innan vítateigs.
Þegar klukkustund var liðin skoraði Helgi Guðjónsson svo með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Kristals Mána Ingasonar í kjölfar stuttrar hornspyrnu heimamanna. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur.
Hér að ofan má sjá mörk leiksins sem og umræðu Bestu Stúkunnar en þeir Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson voru í Víkinni.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.