Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 19:55 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fagnar því að traffíkin sé að aukast. Stöð 2 Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira