Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 19:55 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fagnar því að traffíkin sé að aukast. Stöð 2 Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira