Íslandsmetin falla í Hveragerði Aldís Hafsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2022 11:00 Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hveragerði Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hveragerði er það sveitarfélag sem hvað hraðast vex á Íslandi. Á árinu 2021 var fjölgun íbúa mest í Hveragerði þegar litið er til stærri sveitarfélaga. Á árinu 2021 var hlutfallslega mest byggt miðað við það húsnæði sem fyrir er og hér eru íbúar ánægðastir allra þegar Gallup spyr um ánægju með þjónustu sveitarfélaga. Þessar staðreyndir liggja fyrir. Þær eru góður mælikvarði á stöðuna eins og hún er í dag og gott leiðarljós okkar allra til framtíðar. Tækifærin í Hveragerði eru óþrjótandi. Það er hverjum manni augljóst sem staldrar við á Kambabrún og horfir yfir að hér fyrir austan fjall hefur byggst upp metnaðarfullt og mannmargt samfélag. Á kvöldin er svæðið milli Hveragerðis og Selfoss skipað þéttriðnu neti ljósa þar sem áður voru stórar eyður í náttmyrkrinu. Fátt mun verða til þess að stöðva þessa þróun. Út um allan heim eru svæði í kringum borgir í mikilli uppbyggingu og það á svo sannarlega við um Hveragerði. Mikilli fólksfjölgun fylgja áskoranir varðandi uppbyggingu innviða og hefur Hveragerðisbæ tekist að mæta þeim með góðum hætti. Nú eru til dæmis öll börn sem urðu eins árs fyrir 1. desember 2021 komin á leikskóla. Þykir það harla gott miðað við hversu krefjandi mikil íbúafjölgun getur verið. Aðrir innviðir hafa verið byggðir upp samhliða sem skýrir ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Allt frá því að Eden og Michelsen drógu að sér mikinn fjölda ferðamanna hér á árum áður hefur Hveragerði verið ferðamannastaður. Ekki síst eru það hverirnir og hin einstaka náttúra sem hefur verið aðdráttaraflið. Undanfarið höfum við séð ríka þróun og sterkar vísbendingar í þá átt að Hveragerði verði enn stærri og fjölsóttari sem ferðamannastaður. Í Hveragerði hafa byggst upp glæsilegir gististaðir og er fjöldi metnaðarfullra fjölsóttra veitingastaða sem borið hafa hróður bæjarins víða. Hveragerði mun á næstu árum þróast enn frekar í þessa átt. Stórir aðilar sem hyggja á mikla uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og iðnaðar hafa fundið sér stað í bæjarfélaginu. Má þar nefna að lóðum hefur verið úthlutað fyrir glæsilegt baðlón við Varmá. Stærsta svifbraut á Íslandi verður sett upp í sumar og mikil ferðaþjónustutengd uppbygging er fyrirhuguð í dalnum ofan við bæinn, í okkar Kjarnaskógi. Ferðamannabrugghús er í bígerð, ein stærsta sælgætisgerð landsins hyggur á flutninga austur fyrir fjall, til Hveragerðisbæjar og eingingaverksmiðja er í startholunum svo fátt eitt sé talið Afleiddum störfum fjölgar í hinum ýmsu greinum og má því með sanni segja að atvinnumálum hefur verið vel sinnt á undanförnum misserum og sú markaðssetning og mikla umfjöllun sem Hveragerðisbær hefur notið sé að bera ríkulegan ávöxt. Á næstu árum er nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulag bæjarins með hliðsjón af þeim fjölda stórra verkefna sem eru í gangi og þeirri fólksfjölgun sem orðin er staðreynd og framundan er. Meirihluti D-listans hefur sinnt skipulagsmálum af festu og með skýra sýn til framtíðar. Við komandi endurskoðun aðalskipulags mun bæjarstjórn vonandi bera gæfu til að halda í þau sérkenni og þann staðaranda sem einkennir Hveragerðisbæ. Blómabæinn sem kúrir í faðmi fjalla umvafinn einstakri náttúru, þar sem mannlífið er í blóma og þar sem fólk og fyrirtæki geta fundið sér góðan stað. Höfundur er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun