Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2022 22:08 Ursula von der Leyen, forseti Evrópuráðsins, sagði fyrr í mánuðinum að hún tæki fagnandi á móti umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu. Vísir/Getty Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Greint er frá málinu í Washington Post og vitnað í Anton Gerashchenko, ráðgjafa í innanríkisráðuneyti Úkraínu, en hann sagði frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að búið væri að fylla út spurningalista sem hluta af því ferli að Úkraína gerist formlega umsóknarþjóð um aðild að Evrópusambandinu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í lok febrúar undir formlega umsókn í Evrópusambandið. Hann sagði þá að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Fyrr í apríl sagði Ursula von der Leyen, forseti Evrópuráðsins, að hún tæki fagnandi á móti umsókn frá Úkraínu um aðild að sambandinu. Sagði hún að fyrsta skrefið væri að fylla út í spurningalista sem nú hefur verið gert. Sagði hún einnig að venjulega tæki það ár að mynda sér skoðun á máli sem þessu en hún héldi að núna myndi það aðeins taka nokkrar vikur. „Við munum flýta ferlinu eins og hægt verður um leið og við tryggjum að öll skilyrði verða uppfyllt. Við erum með ykkur þegar ykkur dreymir um Evrópu. Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni,“ sagði Ursula von der Leyen. Ef Úkraína yrði eitt af Evrópusambandsríkjunum myndi það styrkja pólitísk og fjárhagsleg tengsl þeirra við önnur Evrópuríki en Selenskí forseti hefur viðurkennt að ólíklegt sé að Úkraína gerist aðili að NATO í ljósi þess að Rússar líti á það sem hótun stækki hernaðarbandalagið í austurhluta Evrópu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið NATO Rússland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Greint er frá málinu í Washington Post og vitnað í Anton Gerashchenko, ráðgjafa í innanríkisráðuneyti Úkraínu, en hann sagði frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að búið væri að fylla út spurningalista sem hluta af því ferli að Úkraína gerist formlega umsóknarþjóð um aðild að Evrópusambandinu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í lok febrúar undir formlega umsókn í Evrópusambandið. Hann sagði þá að markmið Úkraínumanna væri að sameinast Evrópu og vera á sama stalli og önnur ríki heimsálfunnar. Fyrr í apríl sagði Ursula von der Leyen, forseti Evrópuráðsins, að hún tæki fagnandi á móti umsókn frá Úkraínu um aðild að sambandinu. Sagði hún að fyrsta skrefið væri að fylla út í spurningalista sem nú hefur verið gert. Sagði hún einnig að venjulega tæki það ár að mynda sér skoðun á máli sem þessu en hún héldi að núna myndi það aðeins taka nokkrar vikur. „Við munum flýta ferlinu eins og hægt verður um leið og við tryggjum að öll skilyrði verða uppfyllt. Við erum með ykkur þegar ykkur dreymir um Evrópu. Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni,“ sagði Ursula von der Leyen. Ef Úkraína yrði eitt af Evrópusambandsríkjunum myndi það styrkja pólitísk og fjárhagsleg tengsl þeirra við önnur Evrópuríki en Selenskí forseti hefur viðurkennt að ólíklegt sé að Úkraína gerist aðili að NATO í ljósi þess að Rússar líti á það sem hótun stækki hernaðarbandalagið í austurhluta Evrópu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið NATO Rússland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira