Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 19:38 Árni og Ingvar ásamt fjölskyldumeðlimum Árna, þeim Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan. Vísir Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu. Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir. Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir.
Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira