„Dauðinn á ekki síðasta orðið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 13:05 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. „Hið grimmilega stríð í Úkraínu og víðar í heiminum fellir saklausa borgara, framkvæmir allt það ljóstasta og versta sem í manninum býr, eyðileggur allt sem á vegi þeirra verður og knýr fjölda fólks til að leggja á flótta. Ofbeldi gegn konum, börnum, öldruðum og þeim sem minna mega sín er framið. Með hverjum nýjum degi blasir við angist, auðn og vonleysi,“ sagði biskup í ávarpi sínu í dag. Þrátt fyrir að páskahátíðin í ár einnkennist af myrkri og átökum væri þetta engu að síður dagur fögnuðar í friðsömum sem og stríðshrjáðum löndum. „Kirkjur heimsins halda áfram að flytja gleðiboðskapinn og vonarboðskapinn um að Kristur er upprisinn, mitt í þrengingunum og vonleysinu sem víða blasir við,“ sagði biskup. Hún líkti örvæntingunni sem konurnar þrjár upplifðu þegar þær héldu að gröf Jesú Krists að morgni páskadags við þá örvæntingu sem heimurinn upplifir nú. „Þrátt fyrir illsku heimsins, grimmd mannsins og oft á tíðum vonlausar aðstæður gefur upprisuboðskapurinn okkur hugrekki til að horfast í augu við veruleikann eins og hann er og takast á við verkefnin hvort sem þau eru auðveld eða erfið. Líka þau sem virðast óyfirstíganleg og draga úr okkur kjark,“ sagði hún enn fremur „Það er stutt milli gráts og hláturs. Það er stutt milli gleði og sorgar. Lýðurinn sem fagnaði og söng á Pálmasunnudag, hrópaði krossfestu hann á föstudaginn langa. Öfund og ofbeldi lituðu þann myrka dag. En sagan endaði ekki í myrkri. Frétt dagsins um upprisu Jesú varpar nýju ljósi á ofbeldi og hatur. Dauðinn á ekki síðasta orðið. Gröfin var tóm. Lífið hafði sigrað dauðann, ljósið hafði rekið myrkrið á brott. Gæskan er öflugri en illskan,“ sagði biskup. Prédikun biskups í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Gleðilega hátíð kæri söfnuður, bæði þið sem hér eruð samankomin í Dómkirkjunni í Reykjavík og þið sem heima sitjið. Páskarnir eru ekki alltaf á sama tíma eins og jólin. Það er reikningsdæmi að finna daginn út en það reikningsdæmi er ekki erfitt því páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur sem er 21. mars. Tunglið leikur því stórt hlutverk í því á hvaða sunnudegi páskadagur lendir það og það árið. Á páskum minnumst við upprisu Krists en án hennar værum við ekki samankomin hér í dag. Upprisan er lykilatriðið í þeirri lífsögu sem góður Guð birti okkur hér á jörð í syni sínum Jesú Kristi og grundvöllur trúar kristins fólks um víða veröld. Mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar gengu Maríur tvær og Salóme að gröfinni til að smyrja vin sinn látinn. Eins og svo oft í lífi okkar mannanna höfðu þær ekki hugmynd um það sem beið þeirra. Þegar við vöknum að morgni göngum við flest til okkar daglegu verka en skyndilega getur allt breyst. Vani hversdagsins ekki lengur fyrir hendi og við staðið frammi fyrir nýjum veruleika. Þær stöllur höfðu ekki hugmynd um það að nöfn þeirra yrðu nefnd á eyju norður í höfum eftir 2000 ár og það árlega. Þær höfðu ekki hugmynd um að þeim yrði falið það verk að tilkynna lærisveinunum og Pétri eins og það er orðað í guðspjalli dagsins að flytja fyrstar fréttir af því mikla undri sem þær reyndu þarna um morguninn. Þær voru fyrstu vottar upprisunnar og nú skyldu þær vitna um reynslu sína. Stöllurnar þrjár vöknuðu snemma til nýs dags. Þær voru sorgmæddar vegna dauða vinar síns. Þær voru áhyggjufullar því þær efuðust um getu sína til að lyfta þungum steininum frá gröfinni. Flestir kynnast sorg og áhyggjum á lífsleið sinni og lifa við þær tilfinningar dagana langa. Undanfarna daga höfum við heyrt margar sögur af fólki sem flúið hefur heimaland sitt undan stríðsátökum og grimmd. Það er skelfilegt að líta dagsins ljós við slíkar aðstæður. Sænskur prestur, Lars Åke Lundberg skrifaði texta út frá páskaguðspjallinu þar sem hann spyr. Hver myndi vilja rísa upp frá dauðum? Þá er ég ekki að hugsa um að vakna til vormorguns þar sem hvítar anemónur prýða velli, fuglasöngur heyrist í björtu loftinu og lyng birksins er fagurgrænt. Nei, ég hugsa um raddir sem tala um frið en búa sig undir stríð. Ég hef þegar heyrt meira en nóg af þeim. Að vakna upp við sprengjur sem granda öllu sem fyrir verður. Þar sem gráar greinar bera við himin, þar sem vatnið er án alls lífs og dauðinn blasir hvarvetna við. Og raddir segja að einmitt þetta sé nauðsynlegt af hinum og þessum ástæðum og enn fleiri ástæðum. Og hann heldur áfram og spyr. Hver myndi vilja rísa upp frá dauðum eftir að hafa verið svikinn og afneitað, pyntaður og þyrstum neitað um svalandi drykk. En hann reis upp og sagði okkur að metta hungraða, svala þyrstum, veita húsaskjól, fæði og klæði, líkna sjúkum og vitja fanga. Hann sagði ekkert um hefnd heldur talaði um lífsins brauð og lífsins vatn og sagði „ég er með þér“. Jesús sendi konurnar frá gröfinni til að segja frá upprisunni. Hann var með þeim. Hann birtist lærisveinunum og fleira fólki. Hann birtist hverjum þeim er trúir að Kristur sé sannarlega upprisinn. Og hann er með mér og þér eins og hann lofaði. Á helgri páskahátíð snúum við okkur að ljósi hans, friðarhöfðingjans, í heimi sem einkennist af myrkri og átökum. Upprisu hans er nú fagnað í kirkjum víða um heim, í friðsömum löndum, í fátækum löndum, í ríkum löndum, í stríðshrjáðum löndum. Í einni páskakveðju sem mér barst er mynd af sólsetri og er gaddavír í forgrunni myndarinnar. Fyrir neðan myndina stendur: „Sólsetur og gaddavír fyrir girðingu nálægt landamærastöð milli Slóvakíu og Úkranínu. Yfir þessa landamærastöð fara á hverjum degi um 10.000 flóttamenn frá Úkraínu en trúar- og mannúðarsamtök veita fólki tafarlausan stuðning þegar það kemur til Slóvakíu. Þær voru örvæntingarfullar konurnar þrjár sem gengu að gröf Jesú snemma morguns. Við finnum fyrir þessari sömu örvæntingu í dag þegar við heyrum fréttir heimsins nær og fjær. Víða má sjá merki eyðileggingar og dauða. Fórnarlömbum efnahagslegs óréttlætis og vistfræðilegs óréttlætis fjölgar. Heimsfaraldurinn hefur aukið bilið milli ríkra og fátækra. Hið grimmilega stríð í Úkraínu og víðar í heiminum fellir saklausa borgara, framkvæmir allt það ljóstasta og versta sem í manninum býr, eyðileggur allt sem á vegi þeirra verður og knýr fjölda fólks til að leggja á flótta. Ofbeldi gegn konum, börnum, öldruðum og þeim sem minna mega sín er framið. Með hverjum nýjum degi blasir við angist, auðn og vonleysi. Samt fögnum við í dag. Kirkjur heimsins halda áfram að flytja gleðiboðskapinn og vonarboðskapinn um að Kristur er upprisinn, mitt í þrengingunum og vonleysinu sem víða blasir við. Boðskapurinn sem konurnar heyrðu við gröfina heyrist enn: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér“. Jesús var krossfestur en er upprisinn frá dauðum. Lífið hefur sigrað og lífið hefur sigrað dauðann. Þessi boðskapur gefur okkur styrk, kraft, trú og von. Þrátt fyrir illsku heimsins, grimmd mannsins og oft á tíðum vonlausar aðstæður gefur upprisuboðskapurinn okkur hugrekki til að horfast í augu við veruleikann eins og hann er og takast á við verkefnin hvort sem þau eru auðveld eða erfið. Líka þau sem virðast óyfirstíganleg og draga úr okkur kjark. Í huganum tökum við okkur stöðu við tóma gröfina og hlustum á rödd engilsins sem talaði til kvennanna. Þá gerist það undur að við verðum þess áskynja að mitt í myrkri heimsins eygjum við ljós og líf, gleði, kærleika og ný tækifæri. Upprisa Krists minnir okkur á að Guð lífsins sigrar synd og dauða og allt sem afskræmir lífið, tortímir mönnum og eyðileggur sköpunarverkið. Upprisa Krists er uppspretta nýs lífs sem endurskapar og endurnýjar allt. Hún læknar, gerir heilt það sem brotið er og endurnýjar það sem gamalt er. Hún færir gleði þar sem sorgin býr, ljós þeim sem í myrkri býr, frelsun hinum kúgaða og leiðir heiminn til einingar og sáttar. Upprisa Krists gefur okkur tækifæri til nýs upphafs. Í brotnum heimi þar sem margir þjást er Kristur meðal okkar og vitjar okkar eins og lærisveianna forðum og segir við okkur eins og þá „friður sé með þér“. Þessi friðarkveðja er ekki bara orð heldur einnig bæn um að við gerum hana að veruleika í lífi okkar og heimi. Sagan um tómu gröfina, konurnar sem þangað komu til að vinna kærleiksverkið að smyrja líkama látins vinar eins og siður var í landi þeirra og orðin sem þær fengu að heyra um upprisu Jesú gengur lengra en mannleg skynsemi nær yfir. Um leið gefur hún okkur innsýn í lítinn hluta guðdómsins. Konurnar þrjár sem höfðu staðið við gröfina höfðu væntanlega allar líka orðið vitni að kraftaverkum Jesú og heyrt dæmisögur hans og fylgt honum eins og margir gerðu þegar hann kom í bæi þeirra. Þær grétu látinn vin sinn og það sem hann hafði gefið þeim, von um annan veruleika en þær höfðu áður kynnst. Veruleika þar sem allir nutu virðingar og voru jafngildir samfélagsþegnar. Jesús hafði talað við þær eins og karlana og nú var þeim treyst fyrir því að flytja tíðindin sem breyta lífi hverrar þeirrar manneskju sem heyrir þau og meðtekur, breytir samfélagi manna sem tileinka sér gildin hans og boðar mannúð og mildi. Það er stutt milli gráts og hláturs. Það er stutt milli gleði og sorgar. Lýðurinn sem fagnaði og söng á Pálmasunnudag, hrópaði krossfestu hann á föstudaginn langa. Öfund og ofbeldi lituðu þann myrka dag. En sagan endaði ekki í myrkri. Frétt dagsins um upprisu Jesú varpar nýju ljósi á ofbeldi og hatur. Dauðinn á ekki síðasta orðið. Gröfin var tóm. Lífið hafði sigrað dauðann, ljósið hafði rekið myrkrið á brott. Gæskan er öflugri en illskan. Páskarnir boða trúfesti Guðs og kærleika. Þó allt bregðist, bregst Guð ekki. Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn. Gleðilega páska. Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen. Takið postullegri kveðju: Náðin Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda, sé með yður öllum. Amen. Páskar Trúmál Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
„Hið grimmilega stríð í Úkraínu og víðar í heiminum fellir saklausa borgara, framkvæmir allt það ljóstasta og versta sem í manninum býr, eyðileggur allt sem á vegi þeirra verður og knýr fjölda fólks til að leggja á flótta. Ofbeldi gegn konum, börnum, öldruðum og þeim sem minna mega sín er framið. Með hverjum nýjum degi blasir við angist, auðn og vonleysi,“ sagði biskup í ávarpi sínu í dag. Þrátt fyrir að páskahátíðin í ár einnkennist af myrkri og átökum væri þetta engu að síður dagur fögnuðar í friðsömum sem og stríðshrjáðum löndum. „Kirkjur heimsins halda áfram að flytja gleðiboðskapinn og vonarboðskapinn um að Kristur er upprisinn, mitt í þrengingunum og vonleysinu sem víða blasir við,“ sagði biskup. Hún líkti örvæntingunni sem konurnar þrjár upplifðu þegar þær héldu að gröf Jesú Krists að morgni páskadags við þá örvæntingu sem heimurinn upplifir nú. „Þrátt fyrir illsku heimsins, grimmd mannsins og oft á tíðum vonlausar aðstæður gefur upprisuboðskapurinn okkur hugrekki til að horfast í augu við veruleikann eins og hann er og takast á við verkefnin hvort sem þau eru auðveld eða erfið. Líka þau sem virðast óyfirstíganleg og draga úr okkur kjark,“ sagði hún enn fremur „Það er stutt milli gráts og hláturs. Það er stutt milli gleði og sorgar. Lýðurinn sem fagnaði og söng á Pálmasunnudag, hrópaði krossfestu hann á föstudaginn langa. Öfund og ofbeldi lituðu þann myrka dag. En sagan endaði ekki í myrkri. Frétt dagsins um upprisu Jesú varpar nýju ljósi á ofbeldi og hatur. Dauðinn á ekki síðasta orðið. Gröfin var tóm. Lífið hafði sigrað dauðann, ljósið hafði rekið myrkrið á brott. Gæskan er öflugri en illskan,“ sagði biskup. Prédikun biskups í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Gleðilega hátíð kæri söfnuður, bæði þið sem hér eruð samankomin í Dómkirkjunni í Reykjavík og þið sem heima sitjið. Páskarnir eru ekki alltaf á sama tíma eins og jólin. Það er reikningsdæmi að finna daginn út en það reikningsdæmi er ekki erfitt því páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur sem er 21. mars. Tunglið leikur því stórt hlutverk í því á hvaða sunnudegi páskadagur lendir það og það árið. Á páskum minnumst við upprisu Krists en án hennar værum við ekki samankomin hér í dag. Upprisan er lykilatriðið í þeirri lífsögu sem góður Guð birti okkur hér á jörð í syni sínum Jesú Kristi og grundvöllur trúar kristins fólks um víða veröld. Mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar gengu Maríur tvær og Salóme að gröfinni til að smyrja vin sinn látinn. Eins og svo oft í lífi okkar mannanna höfðu þær ekki hugmynd um það sem beið þeirra. Þegar við vöknum að morgni göngum við flest til okkar daglegu verka en skyndilega getur allt breyst. Vani hversdagsins ekki lengur fyrir hendi og við staðið frammi fyrir nýjum veruleika. Þær stöllur höfðu ekki hugmynd um það að nöfn þeirra yrðu nefnd á eyju norður í höfum eftir 2000 ár og það árlega. Þær höfðu ekki hugmynd um að þeim yrði falið það verk að tilkynna lærisveinunum og Pétri eins og það er orðað í guðspjalli dagsins að flytja fyrstar fréttir af því mikla undri sem þær reyndu þarna um morguninn. Þær voru fyrstu vottar upprisunnar og nú skyldu þær vitna um reynslu sína. Stöllurnar þrjár vöknuðu snemma til nýs dags. Þær voru sorgmæddar vegna dauða vinar síns. Þær voru áhyggjufullar því þær efuðust um getu sína til að lyfta þungum steininum frá gröfinni. Flestir kynnast sorg og áhyggjum á lífsleið sinni og lifa við þær tilfinningar dagana langa. Undanfarna daga höfum við heyrt margar sögur af fólki sem flúið hefur heimaland sitt undan stríðsátökum og grimmd. Það er skelfilegt að líta dagsins ljós við slíkar aðstæður. Sænskur prestur, Lars Åke Lundberg skrifaði texta út frá páskaguðspjallinu þar sem hann spyr. Hver myndi vilja rísa upp frá dauðum? Þá er ég ekki að hugsa um að vakna til vormorguns þar sem hvítar anemónur prýða velli, fuglasöngur heyrist í björtu loftinu og lyng birksins er fagurgrænt. Nei, ég hugsa um raddir sem tala um frið en búa sig undir stríð. Ég hef þegar heyrt meira en nóg af þeim. Að vakna upp við sprengjur sem granda öllu sem fyrir verður. Þar sem gráar greinar bera við himin, þar sem vatnið er án alls lífs og dauðinn blasir hvarvetna við. Og raddir segja að einmitt þetta sé nauðsynlegt af hinum og þessum ástæðum og enn fleiri ástæðum. Og hann heldur áfram og spyr. Hver myndi vilja rísa upp frá dauðum eftir að hafa verið svikinn og afneitað, pyntaður og þyrstum neitað um svalandi drykk. En hann reis upp og sagði okkur að metta hungraða, svala þyrstum, veita húsaskjól, fæði og klæði, líkna sjúkum og vitja fanga. Hann sagði ekkert um hefnd heldur talaði um lífsins brauð og lífsins vatn og sagði „ég er með þér“. Jesús sendi konurnar frá gröfinni til að segja frá upprisunni. Hann var með þeim. Hann birtist lærisveinunum og fleira fólki. Hann birtist hverjum þeim er trúir að Kristur sé sannarlega upprisinn. Og hann er með mér og þér eins og hann lofaði. Á helgri páskahátíð snúum við okkur að ljósi hans, friðarhöfðingjans, í heimi sem einkennist af myrkri og átökum. Upprisu hans er nú fagnað í kirkjum víða um heim, í friðsömum löndum, í fátækum löndum, í ríkum löndum, í stríðshrjáðum löndum. Í einni páskakveðju sem mér barst er mynd af sólsetri og er gaddavír í forgrunni myndarinnar. Fyrir neðan myndina stendur: „Sólsetur og gaddavír fyrir girðingu nálægt landamærastöð milli Slóvakíu og Úkranínu. Yfir þessa landamærastöð fara á hverjum degi um 10.000 flóttamenn frá Úkraínu en trúar- og mannúðarsamtök veita fólki tafarlausan stuðning þegar það kemur til Slóvakíu. Þær voru örvæntingarfullar konurnar þrjár sem gengu að gröf Jesú snemma morguns. Við finnum fyrir þessari sömu örvæntingu í dag þegar við heyrum fréttir heimsins nær og fjær. Víða má sjá merki eyðileggingar og dauða. Fórnarlömbum efnahagslegs óréttlætis og vistfræðilegs óréttlætis fjölgar. Heimsfaraldurinn hefur aukið bilið milli ríkra og fátækra. Hið grimmilega stríð í Úkraínu og víðar í heiminum fellir saklausa borgara, framkvæmir allt það ljóstasta og versta sem í manninum býr, eyðileggur allt sem á vegi þeirra verður og knýr fjölda fólks til að leggja á flótta. Ofbeldi gegn konum, börnum, öldruðum og þeim sem minna mega sín er framið. Með hverjum nýjum degi blasir við angist, auðn og vonleysi. Samt fögnum við í dag. Kirkjur heimsins halda áfram að flytja gleðiboðskapinn og vonarboðskapinn um að Kristur er upprisinn, mitt í þrengingunum og vonleysinu sem víða blasir við. Boðskapurinn sem konurnar heyrðu við gröfina heyrist enn: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér“. Jesús var krossfestur en er upprisinn frá dauðum. Lífið hefur sigrað og lífið hefur sigrað dauðann. Þessi boðskapur gefur okkur styrk, kraft, trú og von. Þrátt fyrir illsku heimsins, grimmd mannsins og oft á tíðum vonlausar aðstæður gefur upprisuboðskapurinn okkur hugrekki til að horfast í augu við veruleikann eins og hann er og takast á við verkefnin hvort sem þau eru auðveld eða erfið. Líka þau sem virðast óyfirstíganleg og draga úr okkur kjark. Í huganum tökum við okkur stöðu við tóma gröfina og hlustum á rödd engilsins sem talaði til kvennanna. Þá gerist það undur að við verðum þess áskynja að mitt í myrkri heimsins eygjum við ljós og líf, gleði, kærleika og ný tækifæri. Upprisa Krists minnir okkur á að Guð lífsins sigrar synd og dauða og allt sem afskræmir lífið, tortímir mönnum og eyðileggur sköpunarverkið. Upprisa Krists er uppspretta nýs lífs sem endurskapar og endurnýjar allt. Hún læknar, gerir heilt það sem brotið er og endurnýjar það sem gamalt er. Hún færir gleði þar sem sorgin býr, ljós þeim sem í myrkri býr, frelsun hinum kúgaða og leiðir heiminn til einingar og sáttar. Upprisa Krists gefur okkur tækifæri til nýs upphafs. Í brotnum heimi þar sem margir þjást er Kristur meðal okkar og vitjar okkar eins og lærisveianna forðum og segir við okkur eins og þá „friður sé með þér“. Þessi friðarkveðja er ekki bara orð heldur einnig bæn um að við gerum hana að veruleika í lífi okkar og heimi. Sagan um tómu gröfina, konurnar sem þangað komu til að vinna kærleiksverkið að smyrja líkama látins vinar eins og siður var í landi þeirra og orðin sem þær fengu að heyra um upprisu Jesú gengur lengra en mannleg skynsemi nær yfir. Um leið gefur hún okkur innsýn í lítinn hluta guðdómsins. Konurnar þrjár sem höfðu staðið við gröfina höfðu væntanlega allar líka orðið vitni að kraftaverkum Jesú og heyrt dæmisögur hans og fylgt honum eins og margir gerðu þegar hann kom í bæi þeirra. Þær grétu látinn vin sinn og það sem hann hafði gefið þeim, von um annan veruleika en þær höfðu áður kynnst. Veruleika þar sem allir nutu virðingar og voru jafngildir samfélagsþegnar. Jesús hafði talað við þær eins og karlana og nú var þeim treyst fyrir því að flytja tíðindin sem breyta lífi hverrar þeirrar manneskju sem heyrir þau og meðtekur, breytir samfélagi manna sem tileinka sér gildin hans og boðar mannúð og mildi. Það er stutt milli gráts og hláturs. Það er stutt milli gleði og sorgar. Lýðurinn sem fagnaði og söng á Pálmasunnudag, hrópaði krossfestu hann á föstudaginn langa. Öfund og ofbeldi lituðu þann myrka dag. En sagan endaði ekki í myrkri. Frétt dagsins um upprisu Jesú varpar nýju ljósi á ofbeldi og hatur. Dauðinn á ekki síðasta orðið. Gröfin var tóm. Lífið hafði sigrað dauðann, ljósið hafði rekið myrkrið á brott. Gæskan er öflugri en illskan. Páskarnir boða trúfesti Guðs og kærleika. Þó allt bregðist, bregst Guð ekki. Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn. Gleðilega páska. Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen. Takið postullegri kveðju: Náðin Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda, sé með yður öllum. Amen.
Páskar Trúmál Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira